Jæja, þá er ég orðinn einn stoltur eigandi nýrrar tölvu.
Það er Macintosh-fartölva. Jafnframt hefur verið samið við eitt símfyrirtæki hér í borg um ADSL-tengingu. Innan tíðar munum við Steinunn geta hangið á netinu heima hjá okkur alla sólarhringinn.
Þetta hefur kosti og galla.
Gallar:
Við eigum engan pening lengur.
Kostir:
Bráðum þurfum við ekki fara oftar út úr húsi eða umgangast annað fólk.