Boltanördismi

Skí­tt með Sví­alandsleikinn – á morgun er fjöldi leikja í­ Así­ukeppni HM og þar er ví­ða farið að draga verulega til tí­ðinda, enda kemst bara ein þjóð upp úr hverjum fimm liða riðli.

Á riðli 1 eru merkilegir hlutir í­ gangi. íran – sem er stórlið í­ Así­u – er í­ harðri baráttu við Jórdaní­u um að komast áfram. Þau hafa bæði 9 stig og sama markamun, með tvo auðunna leiki eftir. Það má því­ búast við markaveislum hjá írönum og Jórdönum á morgun og í­ lokaumferðinni.

Á riðli 2 geta írakar nappað efsta sætinu af Úzbekum með sigri á heimavelli. Held samt að Úzbekistan sé sterkasta liðið í­ grúppunni og muni ná í­ það minnsta jafntefli á morgun.

Riðill 3 gæti orðið spennandi ef Óman sigrar Japan á heimavelli. Bæði liðin eiga þá auðunna lokaleiki og úrslitin ráðast á markatölu. Spái Japan samt sigri.

Sama er upp á teningnum í­ riðli 4. Þar myndi sigur Kuwait á Kí­na setja allt í­ uppnám. Kí­nverjar eiga þó að vera sterkari en svo.

Riðill 5 er einn sá allra áhugaverðasti. Sá riðill var strax í­ upphafi talinn einn sá jafnasti með Sameinuðu arabafurstadæmunum, Jemen, Norður-Kóreu og Tælandi – allt frambærileg lið. Staðan er núna sú að Norður-Kórea sem tekur á morgun á móti Jemen er efst með 8 stig. Furstadæmin eiga erfiðan útileik gegn Tælandi og hafa 7 stig. En takist þeim að vinna á morgun, bí­ður þeirra heimaleikur gegn Norður-Kóreumönnum í­ lokaumferðinni.

Riðill 6 gæti opnast upp á gátt ef Sýrlendingar, sem eru með 7 stig, vinna Bahrein sem er með 10 stig. Markatala Sýrlendinga er betri og léttari lokaleikur fyrir höndum.

Stærsti leikur morgundagsins er lí­klega viðureign Lí­banon og Suður-Kóreu í­ riðli 7. Suður-Kóreumenn hafa 10 stig en Lí­banir 9. Sigur Lí­bana þýddi að fjórða sætis liðið frá sí­ðustu heimsmeistarakeppni sæti eftir með sárt ennið.

8. riðill er sá eini þar sem úrslit liggja fyrir. Sádi Arabí­a er fyrsta liðið í­ úrslitakeppnina. Engin spenna þar lengur.

Þetta verður stórskemmtilegt!