Kókoshnetur

Vek athygli á grein minni á Múrnum frá mánudeginum um Kókoseyjur í­ Indlandshafi. Illu heilli gerði samning greinarinnar það að verkum að ég fékk hallærispopplög með Right Said Fred á heilann. Til að yfirvinna það óféti, hef ég verið að rúlla í­ gegn Bona Drag með Morrissey. íhrifin létu ekki á sér standa og nú söngla ég í­ sí­fellu hið stórgóða lag „Everyday is like Sunday!“

Hide on the promenade
Etch a postcard :
„How I Dearly Wish I Was Not Here“
In the seaside town
…that they forgot to bomb
Come, Come, Come – nuclear bomb

Everyday is like Sunday
Everyday is silent and grey

* * *

Leit á FRAMstelpurnar vinna Akureyringa í­ handboltanum í­ gær. Það var fí­n stemning og miklu fleiri áhorfendur en ég átti von á. Held samt að ég hafi nánast verið eini maðurinn sem ekki var skyldmenni eða kærasti einhvers í­ liðinu eða nýkominn eða á leiðinni á handboltaæfingu. Gleðilegt að sjá kvennaliðið rétta úr kútnum eftir nokkur döpur ár.

* * *

Spádómar mí­nir frá því­ í­ gær varðandi leiki dagsins í­ Así­ukeppninni eru þegar farnir að hrynja. Þegar skammt er til leiksloka hjá Laos og Jórdaní­u í­ 1 riðli eru heimamenn með yfirhöndina. Það þýðir að Jórdaní­a er nánast örugglega búið að klúðra þessu og íran fer í­ úrslitakeppni álfunnar.

Meira sí­ðar…