Fyrstu stórtíðindi dagsins í Asíuboltanum liggja fyrir. FIFA-vefurinn hafði engar fréttir af leik Norður-Kóreu og Jemen sem fram fór í morgun. Fann úrslitin annars staðar. Leiknum lauk með sigri Kóreumanna. Á sama riðli fengu Sameinuðu arabafurstadæmin 3:0 skell í Tælandi. Þar með er Norður-Kórea komin í úrslitakeppni átta landa um sæti á HM 2006, ásamt Sádi Arabíu.
Norður-Kórea var stórveldi í Asíuboltanum fyrr á árum og er frægast fyrir að hafa komist í fjórðungsúrslitin á HM 1966. Liðið hefur hins vegar ekki tekið í undankeppni HM síðan fyrir 1994 keppnina og tapaði þá öllum leikjum.
Nánast ekkert er vitað um liðið þeirra. Leikmennirnir eru kornungir og reynslulausir að kalla. Meðal leikmanna þeirra er Ri Han Jah, sem leikur í japönsku deildinni og er fæddur í Japan, sonur brottfluttra Norður-Kóreubúa. Það er dæmi um hið furðulega samband sem er milli stjórnarinnar í Pyongyang og sumra þeirra sem yfirgefið hafa landið á undanförnum áratugum.
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu Norður-Kóreuliði í úrslitakeppninni. Maður er orðinn pínulítið þreyttur á að sjá alltaf sömu Asíuliðin raða sér í efstu sætin.
Vonandi vinnur Oman sigur á Japan og Líbanon á Suður-Kóreu!