Vinnan mín

Mér finnst gaman í­ vinnunni minni. Veit ekki hvers vegna, en einhverra hluta vegna helltist yfir mig löngun til að segja frá því­.

Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu.

* Viðfangsefnin eru fjölbreytt. Suma daga sit ég og sem texta eða les yfir texta eftir aðra. Aðra daga er ég að búa eitthvað til, grí­pa í­ málningarvinnu eða annað þess háttar. Drjúgur tí­mi fer í­ að ræða við gesti eða skólahópa og svo mætti lengi telja.

* Vinnan býður upp á hreyfanleika. Á stað þess að sitja alltaf fyrir framan tölvu þarf ég oft að fara út úr húsi í­ ýmsum erindum.

* Ég fæ að kenna krökkum. Það er gaman, einkum þar sem ég þarf bara að taka skemmtilega partinn af kennslunni – sem felst í­ að kveikja áhuga en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af félagslegum vandamálum, aga og þess háttar.

* Ég hitti fjölda fólks sem býr yfir mismunandi þekkingu og hefur ólí­k áhugamál. Það er til dæmis rosalega örvandi að hitta útlendinga sem hafa brennandi áhuga á tilteknum málum og hafa lagt á sig fyrirhöfn til að heimsækja safnið. Samræður við þetta fólk eru grí­ðarlega þakklátar og fræðandi.

* Starfið hefur margar akademí­skar hliðar. Mitt svið í­ sagnfræðinni er tæknisagan og þetta er augljóslega á því­ sviði.

* Vinnufélagarnir eru frábærir. Ég hef lært mikið af því­ að vinna með mörgu góðu fólki hérna.

* Starfsaðstaðan er góð. Það er óneitanlega mikill kostur að hafa nóg pláss á vinnustaðnum og þurfa ekki að taka tillit til fjölda fólks.

* Vinnutí­minn er sveigjanlegur. Þótt auðvitað sé ég bundinn af opnunartí­ma safnsins og heimsóknum hópa, þá hef ég ákveðið svigrúm. Ég skila mí­num vinnutí­mafjölda og rúmlega það, en t.d. með því­ að sitja aðeins lengur við á daginn eða taka útköll um helgar hef ég möguleika á að skjótast frá í­ útréttingar að deginum til, sitja fyrirlestra í­ hádeginu öðru hvoru o.s.frv. – Þannig hef ég ekkert samviskubit yfir því­ að stelast til að blogga núna í­ vinnutí­manum, vitandi það að á laugardaginn er ég að fara að mæta á safnið til þess að taka á móti hópi gesta sem ég mun ekki skrifa á mig aukavinnu fyrir.

* Launin eru viðunandi. Auðvitað get ég sett á ræður um að launakjörin mættu vera öðruví­si, en ég er að fá meira en ég fengi t.d. sem kennari og það fyrir starf sem ég tel vera öllu skemmtilegra.

* Ég er í­ aðstöðu til að framkvæma hluti. Ef ég læt vinna verkefni fyrir safnið, þá láta yfirmenn mí­nir ekki eins og ég hafi verið að fremja glæp eða stungið peningunum í­ eigin vasa. Það er því­ miður raunin á ansi mörgum söfnum að starfsmennirnir þurfa sí­fellt að biðja afsökunar á að vinna vinnuna sí­na ef það kostar fjárútlát.

Með öðrum orðum – ég er í­ fí­nni vinnu. Stundum verður maður að minna sjálfan sig á slí­kar staðreyndir.