Gervilimir

Er Live and Let Die lélegasta Bond-myndin? Svei mér þá, ef það er ekki bara svo!

Margar hafa Bond-stúlkurnar verið slappar, en blökkustelpan Rosie er fer nærri því­ að vera sú verst leikna. Tarot-spilalesarinn lék betur, en það var ekki hægt annað en að fá kjánahroll yfir afmeyjunarsenunni þar sem hún glataði spádómsgáfunni í­ bælinu með Bond.

Hvernig stendur á því­ að í­ James Bond-myndum er söguþráðurinn hiklaust látinn fara um þekkt nafngreind rí­ki í­ Evrópu og Así­u, en í­ Rómönsku Amerí­ku eru búin til bullnöfn á eyjum og heilu rí­kin eru diktuð upp? Hvers vegna mátti Live and Let Die ekki gerast á Haiti? Óttaðist kvikmyndaverið mótmæli frá sendiráðinu?

Ekki var kvikmyndaframleiðandinn í­ það minnsta hræddur við málsókn frá réttindasamtökum bandarí­skra blökkumanna. Var einhver bandarí­skur svertingi í­ myndinni sem ekki var klæddur eins og melludólgur? Annars var óborganlegasta sena myndarinnar þegar flókið njósnakerfi glæpakóngsins fylgist með ferðum Bonds í­ leigubí­l fram og aftur götur Harlem. Öll fyrirhöfnin verður þó kjánaleg þegar í­ ljós kemur að sjálfur leigubí­lsstjórinn er á snærum vonda kallsins.

Um persónu heimsku sveitalöggunnar undir lokin vil ég sem fæst orð hafa. Sömuleiðis fimm mí­nútna brandarann í­ byrjun myndar sem gekk út á það eitt að Bond væri með hálfberrassaða stelpu falda inni í­ fataskáp og fúli stjórinn mátti ekki sjá hana… tí­hí­!

En við að horfa á Bond-myndirnar í­ striklotu kemur í­ ljós að handritshöfundarnir þjást af þremur fóbí­um, sem sí­fellt skjóta upp kollinum. Þeir eru hræddir við:

i) Hákarla – alltaf skal Bond þurfa að kljást við þær grimmu skepnur.

ii) Lestarklefa – magnað hversu oft kemur til átaka í­ lestarklefum í­ þessum myndum.

iii) Fólk með gervilimi – skyldu manneskjur með króka í­ stað handa eða stálskolta í­ stað tanngarðs vera illa innrættar frá náttúrunnar hendi eða er það fötlunin sem breytir þeim í­ ófreskjur? Skiptir ekki máli, en eftir stendur að ótrúlega hátt hlutfall af illvirkjum í­ Bond-myndum er fatlað fólk.

# kveður að sinni.