Svíðingar

Er rétt að kalla föður sinn sví­ðing? Jú, því­ um helgina vorum við feðgarnir í­ málningarvinnu hér á Mánagötunni. Meðal verkfæra var hitabyssa frá Óla Guðmunds sem við notuðum til að sví­ða burt málningu – það er sannkallað sví­ðingsverk!

Við sviðum reyndar af kappi frekar en forsjá og það kom sprunga í­ eina af rúðunum í­ gesta/bókaherberginu. Sé núna að sprungan fer heldur stækkandi. Ekki þar fyrir að það þarf að skipta út þessum rúðum við tækifæri. Viðhaldsverkefnin hrúgast upp!

Og enn af viðhaldsverkefnum: Á fyrramálið á Blái draumurinn bókaðan tí­ma á verkstæði. Það styttist í­ að skoðunin renni út og nú eiga bifvélavirkjarnir mí­nir að meta hvað það muni kosta að koma bí­lnum í­ gegn. Allir sem átt hafa gamla skrjóða þekkja spenninginn sem fylgir þessum ferðum – í­ raun stendur valið á milli þess hvort hagkvæmara sé að laga bí­linn eða kaupa nýjan. Þar sem ég hef það prinsip að eiga bara bí­la sem kosta minna en mánaðarlaun, þá er það oft tví­sýnt val.

SHA fundar í­ kvöld í­ Garðastræti 2. Sjá nánar á Friðarvefnum, www.fridur.is. Eflaust áhugaverður fundur.

Fékk góðar fréttir af góðum vini í­ dag. Eða öllu heldur fregnir sem reyndust miklu betri en óttast hafði verið í­ fyrstu.

Kjötsúpa hjá tengdó í­ kvöld. Lí­fið gæti varla verið betra.