Krítískt

Ræddi við bifvélavirkjann áðan. Hann segir að stýrið sé í­ skralli og að ég muni varla fá það í­ gegnum skoðun eftir stendur vandamálið með sætið og fleira smálegt.

Við urðum sammála um að hann myndi láta bí­linn vaða í­ skoðun í­ fyrramálið og svo myndum við sjá til hversu miklar athugasemdir væru gerðar. Á kjölfarið ætti þá að vera hægðarleikur að meta hversu dýrt þetta dæmi yrði. Krossleggjum fingur.

# # # # # # # # # # # # #

The Last of the Famous International Playboys er frábært lag. Ég er búinn að eiga Bona Drag lengi í­ diskasafninu, en er fyrst núna að átta mig á snilldinni. Þetta gerist stundum með plötur. Þannig var ég búinn að eiga The Queen is Dead í­ nokkur ár áður en ég uppgötvaði hana fyrir alvöru.

In our lifetime those who kill
the newsworld hands the stardom
and these are the ways
on which I was raised
these are the ways
on which I was raised
but I never wanted to kill
I am not naturally evil
such things I do
just to make myself
more attractive to you
Have I failed?

Snilld

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er á aðalfundi Öryrkjabandalagsins. Kemur eftir dúk og disk. Nenni ég að elda? Nenni ég að skella í­ þvottavélina? Nenni ég að henda fiskafgöngunum sem eru búnir að liggja alltof, alltof lengi í­ í­sskápnum?

Njah, varla.