Sælt er sameiginlegt skipbrot

Boris Johnson ritstjóri The Spectator skrifaði um daginn leiðara sem gerði allt vitlaust í­ Bretlandi, en þó einkum í­ Liverpool-borg. Hann lagði út af viðbrögðunum þar í­ borg vegna dauða Kenneths Bigleys sem drepinn var í­ írak sem frægt er orðið.

Egill Helgason fjallaði um málið á bloggsí­ðunni sinni um daginn. Egill gerir reyndar mest úr því­ að Boris Johnson kenni opinbera velferðarkerfinu um hin yfirspenntu sorgarviðbrögð Liverpool-búa. Það er nú frekar sú túlkun sem frjálslyndari dagblöðin – Guardian og Independent hafa reynt að leggja í­ skrifin.

Boris Johnson sýnist mér að hafi frekar verið að gagnrýna hina almennu sorgarvæðingu samfélagsins, þar sem fólk finni helst til samkenndar í­ tengslum við hörmulega atburði, sorg eða áföll sem gerð séu að almenningseign. Því­ get ég verið fyllilega sammála og er þó enginn í­haldspungur eins og Boris Johnson.

Á sí­num tí­ma skrifaði ég á Múrinn um Soham-morðin í­ Bretlandi. Það mál var afar subbulegt dæmi um sorgarvæðingu, þar sem harðfullorðið fólk staðhæfði að heimurinn yrði aldrei samur og vottaði um það hvernig stúlkurnar sem það aldrei hitti hefðu breytt sýn þeirra á lí­fið.

Það er ekkert fallegt við tilfinningaklám af þessu tagi. Þvert á móti er það gróft, falskt og subbulegt.

Nýjasta dæmið um tilfinningaklám í­ Bretlandi tengist útför ungrar stúlku sem skotin var af glæpagengi í­ Nottingham. Kampaví­nssósí­alistarnir á Spiked fjalla um fárið sem af því­ hefur hlotist. Þar segir:

Today’s post-tragedy commemorations, in attempting to create a sense of community, actually tend to undermine it. If the only thing a city can unite around is being against guns and the murder of teenagers, it highlights how little else there is to bind it together.

Ég gæti varla verið meira sammála.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn voru hér á sí­ðunni umræður um asnaleg samsett orð eins og bí­laleigubí­ll. Hvað mætti þá ekki segja um kvöldmat gærdagsins. Það var kjötsúpa frá tengdamömmu, en þar sem kjötið var búið er nær að ræða um kjötlausa kjötsúpu.

# # # # # # # # # # # # #

Er að lesa rússneskan reyfara, eftir þennan náunga sem írni Bergmann er búinn að vera að þýða upp á sí­ðkastið. Þetta byrjar svo sem ágætlega. Þýðingar úr rússnesku eru samt alltaf eitthvað stirðbusalegar. Mér finnst allar persónurnar vera Boris Jeltsí­n.