Southend – úti

Jæja, ekki fór drátturinn í­ fyrstu umferð enska bikarsins eins vel og vonast var til. 2. deildalið Southend (lesist: fjórðudeildarlið) á útivelli. Stuðningsmennirnir eru pirraðir því­ í­ sí­ðustu 22 bikarleikjum Luton hafa 18 verið á útivelli.

Sjálfur var ég að vonast eftir útileik gegn utandeildarliði. Slí­kir leikir rata oft í­ útsendingu á Sky. Tel nánast engar lí­kur á að þessi leikur verði sýndur um aðra helgi. Sjáum samt hvað setur.

Næsti heimaleikur er gegn Wrexham, en fregnir bárust af því­ í­ vikunni að Wrexham rambi á barmi gjaldþrots. Það er jafnvel talað um að liðið fái ekki að ljúka keppni í­ deildinni. Á sí­ðustu viku var rafmagnið tekið af vellinum vegna vangoldinna orkureikninga og annað er ví­st eftir þessu. Vonandi að þessi gamalgróni klúbbur rétti úr kútnum, en Wrexham er sem stendur um miðja deild.