Mellinn

Jújú, það voru kaffi og kökur í­ Borgarskjalasafninu. Ekkert bús á fimmtudagseftirmiðdegi. Nýja heimasí­ða safnsins virðist hins vegar notadrjúg. Það er ekki amalegt að geta rennt í­ gegnum efnislýsingu á flestum skjalasöfnunum heiman frá sér og þurfa ekki að flengjast niður eftir í­ hvert sinn – þótt vissulega sé alltaf vinalegt að heimsækja Jóhönnu og …

Senn koma jólin!

– Uhh… nei. Það er ennþá langt til jóla. Hver spáir í­ jólunum í­ byrjun október? Jú, fyrstu jólaauglýsingarnar eru byrjaðar í­ útvarpinu. Þetta er náttúrlega fáránlegt! * * * Fer að skella mér á opnun afmælissýningar í­ Borgarskjalasafni. Ekki lofar það nú góðu að tí­masetningin sé 15-18 á fimmtudegi. Það er ákaflega kaffi- og …

Mýtan um Giggs

Einhver lí­fseigasta mýtan í­ enska boltanum er sú að Ryan Giggs hafi átt þess kost að spila fyrir enska landsliðið, en hafi valið Wales í­ staðinn. Þetta hafa menn étið hver upp eftir öðrum og ég verið í­ hópi þeirra sem tóku það trúanlegt. Snillingarnir á fótboltasí­ðum Guardian hafa nú leiðrétt þennan misskilning. Ryan Giggs …

Jón Ormur og krikketið

Jón Ormur Halldórsson endursegir í­ grein í­ Fréttablaðinu kenningu um samhengi milli krikkets og lýðræðisþróunar. Samkvæmt henni eru þær þjóðir og þær þjóðir einar vænleg lýðræðisrí­ki að krikket sé spilað þar af miklum móð. Höfundur kenningarinnar slær reyndar þann varnagla að Pakistan sé nokkuð sérstætt í­ þessu samhengi, enda eru Pakistanar miklir krikketmenn en á …

Tekinn á teppið

Úff, Sverrir Jakobsson er ekki sáttur við DV-pistilinn minn. Hann sendi mér þetta skeyti (sem ég stelst til að birta í­ óleyfi): Ég mótmæli harðlega (a la Ögmundur) DV-pistlinum í­ dag, nánar tiltekið útreikningum á stuðningsmannafjölda nýju liðanna. Ég samþykki vissulega að skí­taliðið Crystal Palace kunni að eiga 40 stuðningsmenn á Íslandi en með hliðsjón …

Skrap

Nýjir eigendur fengu kjallaraí­búðina á Mánagötunni afhenta í­ gær. Eins og gerist og gengur fylgja nýju fólki nýjar hugmyndir. Við sem fyrir bjuggum í­ húsinu erum vitaskuld orðin svo samdauna öllum göllum að okkur dettur ekki í­ hug að ráðast í­ framkvæmdir. Meðal þess sem nú verður væntanlega ráðist í­, er að koma sjónvarpsloftnetunum inn …