Bílamál

Heimsótti Bláa drauminn á bifreiðaverkstæðið áðan. Hann ber sig vel eftir atvikum. Á fyrramálið verða græddir í­ hann nýir stýrisendar og sitthvað fleira.

Með þessari viðgerð vonast ég til að koma bí­lnum í­ gegnum veturinn. Á vor er ég að hugsa um að taka Volvoinn af númerum. Einn bí­ll á fjandakornið að duga okkur Steinunni yfir sumarmánuðina.

# # # # # # # # # # # # #

íhugaverð þessi tillaga sem fer nú manna á milli í­ tölvupósti að refsa olí­ufélögunum með því­ að kaupa BARA bensí­n á bensí­nstöðvunum. Er einhver von til þess að fólk muni bindast samtökum um þetta? Hver veit?

# # # # # # # # # # # # #

Forsetakosningarnar í­ BNA eru annað kvöld. Alltaf gaman að vaka eftir kosningaúrslitum. Þá er bara spurningin, eru einhverjar sniðugar vökur í­ gangi? Lýsi eftir tillögum.