Bondinn

Sammála því­ sem hér er sagt, að Bondmynd gærdagsins var með skárra móti – og lí­klega besta Roger Moore-myndin. Sem fyrr hatast handritshöfundarnir við fatlað fólk og voru með foxillan dverg. Enginn var hins vegar étinn af mannætuhákarli og sætir það tí­ðindum.

En nú mætti einhver Bond-sérfræðingur útskýra fyrir mér – var ekki veila í­ plottinu með undrauppfinninguna?

Til hliðar við eltingarleik Bonds og Scaramanga er kynntur til sögunnar snjall ví­sindamaður sem mun hafa fundið upp tæki sem leysa myndi orkuvanda jarðarbúa með því­ að breyta sólarorku í­ rafmagn. Gott og vel – ekki spillti fyrir að tækið komst fyrir í­ handtösku eða í­ vasa.

Upp úr miðri mynd drepur Scaramanga ví­sindamanninn og dvellinn brosmildi stelur tækinu. Scaramanga kemur gripnum svo í­ hendurnar á óprúttnum Austurlenskum auðmanni, fær rí­kulega greitt – en drepur svo Kí­namanninn og hirðir tækið sjálfur.

Gott og vel – allt er skýrt og skiljanlegt ennþá.

Scaramanga heldur svo til eyjunnar sinnar, þangað sem Bond eltir hann. Eyjan er hátækniveröld, enda getur Scaramanga framleitt gnótt raforku með tækinu góða.

Þá spyr ég: Uhh – nú var Scaramanga að eignast tækið. Ekki reisti hann orkuverið á þessum 1-2 dögum áður en Bond mætti á svæðið? Hvernig fékk eyjan alla þessa orku áður en þrjóturinn náði í­ litla gripinn? Ég skil ekki…