Getur hugsast að blogglistamaðurinn # njóti ekki jafn mikillar samfélagslegrar virðingar og besti og frægasti bloggarinn gerði áður? Mig er eiginlega farið að gruna það.
Tólf dagar eru liðnir frá því að ég sendi DV reikning fyrir pistlaskrifum, en ekkert bólar á greiðslum. Það veldur mér nokkrum vonbrigðum – enda nú þegar búinn að eyða peningunum.
Ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að ef DV-menn borga ekki, þá gæti ég sent á þá handrukkara…
Ó, finnst engum öðrum en mér tilhugsunin fyndin?
# # # # # # # # # # # # #
Landsráðstefna SHA er á morgun. Fyrir vikið er í ótal horn að líta hjá mér í dag. Það kemur sér því vel að eiga eftir sumarfrísdag. Fyrst er að semja dreifimiða, þá tillögur að ályktunum, ganga frá smáatriðum í dagskrá og e.t.v. þrykkja út nokkrum barmmerkjum ef tími gefst til. Efast frekar um að ég komist á pönktónleika með Tony Blair og fleira góðu fólki á Grand í kvöld.