Landsráðstefna SHA í gær tókst vel. Ný miðnefnd var kosin. Sverrir og Steinunn eru meðal þeirra sem hættu í miðnefnd. Steinunn hefur setið í það minnsta ári lengur en ég í miðnefndinni (hvorugt okkar þó samfellt) og nú get ég náð að jafna metin.
Nýja fólkið lofar mjög góðu. Bind miklar vonir við þetta starfsár.
Á lok ráðstefnunnar var haldið í gönguför um miðbæinn og endað á að slá upp girðingu umhverfis ljóta NATO-minnismerkið við Hótel Sögu. Þá var rigningin reyndar farin að leika ýmsa í hópnum grátt.
# # # # # # # # # # # # #
Luton sigraði Wrexham um helgina, 5:1. Engu að síður eru stuðningsmennirnir í sárum eftir að Mick Harford fór til Nottingham Forest sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Menn hefðu átt auðveldara með að kyngja því ef um hefði verið að ræða stærri klúbb, en við erum efstir í C-deildinni en Forest næstneðstir í B-deild. Óhætt er að segja að Luton-menn séu miður sín.
# # # # # # # # # # # # #
Fórum snemma að sofa í gærkvöld. Góndum þó á tvo Sledge Hammer-þætti. Alltaf gleðilegt þegar sjónvarpsþættir reynast eldast vel.