Trúleysingjar

Þegar ég var 11 eða 12 ára las ég Blekkingu og þekkingu eftir Ní­els Dungal. Hún hafði mikil áhrif á mig og í­ Kristinfræðití­mum reyndi ég mikið til að snapa deilur við kennarana mí­na. Ég var sannfærður um að ef nógu margir læsu Dungal karlinn, þá yrði kristinni trú útrýmt á örfáum árum.

Einn daginn – þegar ég var svona 15 ára – uppgötvaði ég að meiri tí­mi og orka fór í­ að vera gallharður trúleysingi en trúmaður. Á kjölfarið hætti ég að nenna þessu og hef ekki lesið Dungal eða álí­ka kóna sí­ðan.

Hinir ágætu Vantrúarseggir slá ekki slöku við í­ að boða fagnaðarerindi trúleysisins. Nú sí­ðast eru þeir komnir í­ hörkudeilur við þann góða dreng Lárus Pál Birgisson sem ég þjálfaði í­ ræðumennskunni í­ Morfís í­ gamla daga. Ég verð nú að segja að mér finnst Lalli hafa betur í­ umræðunum og sundlaugardæmið hans – með nákvæmum útreikningum á Breiðholtslauginni – er dýrlegt.