Klámhundar

Gí­sli hefur sí­ðustu daga velt vöngum yfir árshátí­ðarlagi MRinga, sem er á harla lágu plani. Menntskælingarnir reyna að bera hönd fyrir höfuð sér og segja textann hafa átt að vera ádeilu. Það er skrí­tin ádeila.

Menntskælingar eru klámhundar. Sú staðreynd ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart.

Einu sinni fékk ég bágt fyrir skólablað sem við Palli og Úlfur Eldjárn skrifuðum. Það var ekki á háu plani. Einkahúmor og aulabrandarar í­ bland – sem sagt, dæmigert menntaskólablað.

Forsí­ðumyndin var þessi mynd eftir Lichtenstein, með textanum: „So it´s true. We´re all prostitutes!“ Þessu hnupluðum við úr einhverju Mail-Art blaði sem Palli keypti á þessum árum.

Eins og búast mátti við vorum við kallaðir til konrektors sem húðskammaði okkur fyrir lágkúru, smekkleysu og subbuskap. Hótaði öllu illu ef næsta blað yrði eins og raunar mættum við þakka fyrir að það væri eitthvað næst…

Hápunktur skammarræðunnar var þegar konrektor tók upp blaðið, benti á myndina í­ horninu og hrópaði: „Og úr hvaða klámblaði tókuði svo þessa mynd?“

– Við svöruðum því­ til að þetta væri málverkið „Chic“ eftir Larry Rivers sem héngi á Metropolitan, að okkur minnti, en að við hefðum fengið hana úr Nútí­malistasögu Fjölva. – Þá henti konrektor okkur út.

Við áttum svo sem alltaf von á því­ að verða teknir á teppið fyrir blaðið, en ekki að það yrði Larry Rivers-myndin sem færi fyrir brjóstið á skólastjórnendum. Mér finnst ekkert ljótt við myndir Rivers, þvert á móti finnst mér þær fallegar og hann einn flottasti popplistamaðurinn. En svona geta menn séð ljótleikann í­ fallegustu hlutum.

Læt fylgja tengil á tvær myndir eftir Larry Rivers – þó ekki þá sem birtist í­ SKólatí­ðindum.