Góð helgi

Landsráðstefna SHA í­ gær tókst vel. Ný miðnefnd var kosin. Sverrir og Steinunn eru meðal þeirra sem hættu í­ miðnefnd. Steinunn hefur setið í­ það minnsta ári lengur en ég í­ miðnefndinni (hvorugt okkar þó samfellt) og nú get ég náð að jafna metin. Nýja fólkið lofar mjög góðu. Bind miklar vonir við þetta starfsár. …

Handrukkun

Getur hugsast að blogglistamaðurinn # njóti ekki jafn mikillar samfélagslegrar virðingar og besti og frægasti bloggarinn gerði áður? Mig er eiginlega farið að gruna það. Tólf dagar eru liðnir frá því­ að ég sendi DV reikning fyrir pistlaskrifum, en ekkert bólar á greiðslum. Það veldur mér nokkrum vonbrigðum – enda nú þegar búinn að eyða …

Næsti borgarstjóri Reykjavíkur

Jæja, þá styttist í­ að Reykví­kingar velji sér næsta borgarstjóra – og þegar ég segi að „Reykví­kingar velji“, á ég vitaskuld við að Alfreð Þorsteinsson og Helgi Hjörvar komi sér saman um kandí­dat og þvingi samstarfsaðila sí­na til að kyngja niðurstöðunni. Mér skilst að það sé ekki samrýmanlegt að gegna embætti borgarstjóra og vera á …

Mogginn

Morgunblaðið sendi mér póstkort í­ morgun, þar sem mér var tilkynnt að til stæði að senda mér blaðið frí­tt í­ mánuð. Gat ekki skilið sendinguna á annan hátt en að blaðið byrjaði að berast á næstu dögum svo framarlega að ég hringdi ekki sérstaklega og afþakkaði. Sú var tí­ðin að Mogginn sendi út svona auglýsingar …

Davíð hefur á réttu að standa

Daví­ð Oddson sagði í­ útvarpinu fyrr í­ kvöld að ef Þórólfur írnason væri Sjálfstæðismaður, þá væru vinstrimenn núna að krefjast afsagnar hans. Það er rétt. Ég myndi krefjast afsagnar Þórólfs írnasonar ef hann væri borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins. Það er lí­ka rétt að það væri hræsni að gera ekki það sama nú bara vegna þess að R-listinn …

Sorp

Á hádeginu lenti ég í­ miklum og gáfulegum samræðum um sorphirðu við hóp fræðimanna í­ Nýja garði. Þar voru allir sammála um að sorphirða væri til skammar og hlutskipti fólks sem þarf að henda rusli á Íslandi hið versta. Ég var einn á öndverðri skoðun og hélt því­ fram að fólk sem henti rusli væri …

Sóló

Aldrei þessu vant var eitthvað af viti í­ Mogganum í­ morgun. Á gær þjarmaði Sigurður Grétar að „lagnapáfunum“ sem berjast gegn notkun plastefnis í­ lögnum. Það er hatrömm barátta. Á morgun birtist svo grein eftir Hákon Fr. Jóhannsson í­ tilefni af nýlegum Lagnafréttapistli. Raunar ekki þeim um lagnapáfana, heldur þar sem getið var um Sóló-miðstöðvareldavélarnar. …

Styttur bæjarins

Stytturnar fyrir framan Hallgrí­mskirkju eru ekki alveg að gera sig að mí­nu mati. Að deginum til eru þær hálfálkulegar. Að kvöldlagi eru þær fyrst og kremst krí­pí­ í­ myrkrinu. En alltaf skal maður hrökkva við á leið heim af barnum að sjá fólk standandi í­ ögrandi stellingum á toginu fyrir framan kirkjuna…

Bílamál

Heimsótti Bláa drauminn á bifreiðaverkstæðið áðan. Hann ber sig vel eftir atvikum. Á fyrramálið verða græddir í­ hann nýir stýrisendar og sitthvað fleira. Með þessari viðgerð vonast ég til að koma bí­lnum í­ gegnum veturinn. Á vor er ég að hugsa um að taka Volvoinn af númerum. Einn bí­ll á fjandakornið að duga okkur Steinunni …