Milli hörmungafréttanna frá Asíu í gær, var í fréttatíma Stöðvar 2 í gær rætt um bjórauglýsingu sem lesa mátti úr ýmis skilaboð. Auglýsingin var eitthvað á þá leið að sýnd var skrípateikning af heldur aulalegum náunga sem var að bisa við að afklæða konu. Hann var með skelfingarsvip þess sem á í vandræðum með að …
Monthly Archives: desember 2004
Peningar í póstinum
Ætti ég að hafa áhyggjur af því hversu illa ég er að mér í peningamálum? Á dag sendi íbúðalánasjóður mér bréf. Vilja losna við einhverja peninga sem legið hafa hjá þeim síðan í mars. Þetta er 35 þúsund kall sem ég hef ekki hugmynd um hvernig er tilkominn. Hélt að ég hefði tekið út allan …
Luton á toppnum
Viðvörun: Þeir lesendur þessarar síðu sem ekkert vilja vita um fótbolta ættu ekki að halda lengra. Öskubuskuævintýrið á Kenilworth Road heldur áfram. Fyrir viku vann Luton á útivelli gegn Bristol City með sigurmarki frá Enoch Showunmi á 90. mínútu, eftir að ekkert hafði sést til leikmannsins allan leikinn. Að þessu sinni skoraði Enoch á 87. …
Eskimóadvergurinn
Byrjaði á eskimóadvergnum í nótt. Er svo sem ekki búinn með marga kafla. Bókin er með aftanmálsgreinum. Ég þoli ekki aftanmálsgreinar – hvað er að því að hafa neðanmálsgreinar í svona bók? Byrjar samt vel. Fullt af dramatík, sem höfundurinn stillir sig þó um að sviðsetja með tilþrifum. Mikið óskaplega, óskaplega er ég feginn að …
Jólagetraun 2004
Jæja, þá er komið að jólagetrauninnin 2004. Spurt er um bókmenntapersónu. Nokkrar bækur hafa komið út um ævintýri þessarar persónu. Á einni þeirra hjálpar hún lögreglumanninum Hilmari, gömlum skáta, hrokkinhærðum skólapilti, öskukarli sem ekki reynist starfi sínu vaxinn, hópi slökkviliðsmanna, sundkennara, lækni með rauða hunda og einkennisklæddum eftirlitsmanni úr dýragarði. Hver er bókmenntapersónan?
Fyrirgefðu Paul Young!
Lengi vel hélt ég að flutningur Pauls Young á Love will tear us apart væri versta cover-útgáfa í heiminum. Ég hafði á röngu að standa. Bubbi Morthens að flytja Love will tear us apart er svo miklu, miklu verra. Halda sig bara við Segulstöðvarblúsinn…
Bréfið til Observer
Á gær prufaði ég að slá sjálfum mér upp á Google (viðurkennið það – þið gerið það öll!) Þar rambaði ég inn á lesendabréf frá sjálfum mér birtist í íþróttakálfi sem fylgdi Osbserver mánaðarlega. Bréfið skrifaði ég í bríaríi og steingleymdi um leið og skeytið hafði farið af stað. Þar sem ég las Observer bara …
Helv. Hotmail
Urr. Ruslpóstsían á hotamailnum mínum er ekki að kæta mig. Fyrst í stað var ég ósköp feginn að forritið flokkaði frá meintan ruslpóst. Tvo síðustu daga hef ég hins vegar rambað inn í ruslhólfið og rekist á bréf sem svo sannarlega átti ekki að henda. Seinna dæmið var gjörsamlega út í hött. Ég skrifaði kunningja …
Tilvitnanir
Þrjóturinn hann Sverrir ætlar að halda mér vakandi í alla nótt. Með þessu síðasta bloggi sínu er hann búinn að kveikja áhuga minn rækilega. Þar segir: Þennan dag árið 1879 fæddist Jósef Stalín. Hann er líklega frægasti maðurinn sem á þennan afmælisdag. Á Fréttablaðinu í dag er haft eftir honum: „Dauði eins manns er harmleikur, …
Geithafurinn
Eins og fram kemur hjá Steinunni þá mættum við um sexleytið á samkomu ásatrúarmanna í Öskjuhlíðinni. Þar var fórnað geit úr hálmi. Á fyrra var það hross úr krossviði – já, ég veit. Það vantar allt splatter í okkur heiðingja. Óskaplega eru það nú alltaf fallegar athafnir þegar hópur fólks fer fjarri mannabústöðum og kveikir …