Auglýsingar, áfengi og kynlíf

Milli hörmungafréttanna frá Así­u í­ gær, var í­ fréttatí­ma Stöðvar 2 í­ gær rætt um bjórauglýsingu sem lesa mátti úr ýmis skilaboð. Auglýsingin var eitthvað á þá leið að sýnd var skrí­pateikning af heldur aulalegum náunga sem var að bisa við að afklæða konu. Hann var með skelfingarsvip þess sem á í­ vandræðum með að …

Luton á toppnum

Viðvörun: Þeir lesendur þessarar sí­ðu sem ekkert vilja vita um fótbolta ættu ekki að halda lengra. Öskubuskuævintýrið á Kenilworth Road heldur áfram. Fyrir viku vann Luton á útivelli gegn Bristol City með sigurmarki frá Enoch Showunmi á 90. mí­nútu, eftir að ekkert hafði sést til leikmannsins allan leikinn. Að þessu sinni skoraði Enoch á 87. …

Eskimóadvergurinn

Byrjaði á eskimóadvergnum í­ nótt. Er svo sem ekki búinn með marga kafla. Bókin er með aftanmálsgreinum. Ég þoli ekki aftanmálsgreinar – hvað er að því­ að hafa neðanmálsgreinar í­ svona bók? Byrjar samt vel. Fullt af dramatí­k, sem höfundurinn stillir sig þó um að sviðsetja með tilþrifum. Mikið óskaplega, óskaplega er ég feginn að …

Jólagetraun 2004

Jæja, þá er komið að jólagetrauninnin 2004. Spurt er um bókmenntapersónu. Nokkrar bækur hafa komið út um ævintýri þessarar persónu. Á einni þeirra hjálpar hún lögreglumanninum Hilmari, gömlum skáta, hrokkinhærðum skólapilti, öskukarli sem ekki reynist starfi sí­nu vaxinn, hópi slökkviliðsmanna, sundkennara, lækni með rauða hunda og einkennisklæddum eftirlitsmanni úr dýragarði. Hver er bókmenntapersónan?

Fyrirgefðu Paul Young!

Lengi vel hélt ég að flutningur Pauls Young á Love will tear us apart væri versta cover-útgáfa í­ heiminum. Ég hafði á röngu að standa. Bubbi Morthens að flytja Love will tear us apart er svo miklu, miklu verra. Halda sig bara við Segulstöðvarblúsinn…

Helv. Hotmail

Urr. Ruslpóstsí­an á hotamailnum mí­num er ekki að kæta mig. Fyrst í­ stað var ég ósköp feginn að forritið flokkaði frá meintan ruslpóst. Tvo sí­ðustu daga hef ég hins vegar rambað inn í­ ruslhólfið og rekist á bréf sem svo sannarlega átti ekki að henda. Seinna dæmið var gjörsamlega út í­ hött. Ég skrifaði kunningja …

Tilvitnanir

Þrjóturinn hann Sverrir ætlar að halda mér vakandi í­ alla nótt. Með þessu sí­ðasta bloggi sí­nu er hann búinn að kveikja áhuga minn rækilega. Þar segir: Þennan dag árið 1879 fæddist Jósef Stalí­n. Hann er lí­klega frægasti maðurinn sem á þennan afmælisdag. Á Fréttablaðinu í­ dag er haft eftir honum: „Dauði eins manns er harmleikur, …

Geithafurinn

Eins og fram kemur hjá Steinunni þá mættum við um sexleytið á samkomu ásatrúarmanna í­ Öskjuhlí­ðinni. Þar var fórnað geit úr hálmi. Á fyrra var það hross úr krossviði – já, ég veit. Það vantar allt splatter í­ okkur heiðingja. Óskaplega eru það nú alltaf fallegar athafnir þegar hópur fólks fer fjarri mannabústöðum og kveikir …