Helv. Hotmail

Urr. Ruslpóstsí­an á hotamailnum mí­num er ekki að kæta mig. Fyrst í­ stað var ég ósköp feginn að forritið flokkaði frá meintan ruslpóst. Tvo sí­ðustu daga hef ég hins vegar rambað inn í­ ruslhólfið og rekist á bréf sem svo sannarlega átti ekki að henda. Seinna dæmið var gjörsamlega út í­ hött. Ég skrifaði kunningja mí­num frá Edinborg, hann svaraði skeytinu, ég svaraði aftur og hann svaraði á ný – nema hvað, að póstforritið ákvað að skilgreina sí­ðara bréfið sem rusl. Þetta er gjörsamlega út í­ hött!

Verst er að nú geri ég ekki annað en að hugsa um allan þann aragrúa af mikilvægum skeytum frá gömlum vinum og kunningjum sem forritið hefur fargað fyrir mér. Urr…