Tilvitnanir

Þrjóturinn hann Sverrir ætlar að halda mér vakandi í­ alla nótt. Með þessu sí­ðasta bloggi sí­nu er hann búinn að kveikja áhuga minn rækilega. Þar segir:

Þennan dag árið 1879 fæddist Jósef Stalí­n. Hann er lí­klega frægasti maðurinn sem á þennan afmælisdag.
Á Fréttablaðinu í­ dag er haft eftir honum: „Dauði eins manns er harmleikur, dauði milljón manna er tölfræði.“
Þetta er oft haft eftir Stalí­n en ekki er alveg ljóst hvenær hann á að hafa sagt þetta eða af hvaða tilefni. Ég reyndi að finna heimildina fyrir þessu í­ dag en tókst ekki.
Lí­klega er þetta flökkusögn og væri gaman að vita hvenær hún kom fyrst fram.

Nú hef ég heyrt þessa tilvitnun margoft og aldrei séð ástæðu til að draga hana í­ efa. Ég fór svo í­ sömu netrýni og Sverrir og kemst eiginlega að sömu niðurstöðu – það er sláandi að hvergi virðist hægt að finna neina haldfasta heimild fyrir því­ að Stalí­n hafi látið þessi orð falla. Það bendir ansi margt til að tilvitnunin hafi verið eignuð honum sí­ðar.

Þetta grúsk eyðilagði fyrir mér fleiri flottar tilvitnanir. Þannig virðist Voltaire aldrei hafa sagt hin margtilvitnuðu orð um að hann væri ósammála skoðunum e-r manneskju en til í­ að deyja fyrir rétt hennar til að hafa þær. Því­ er amk. haldið fram að 20.aldar ævisöguritari hafi búið setninguna til og lagt í­ munn Voltaires.

Merkilegast þótti mér þó að lesa vangaveltur um Armena-ví­sun Hitlers: „Hver man nú eftir Armenunum!“ – Sem sögð hefur verið sönnun á þeim ásetningi nasista að hefja Helförina. Afar erfitt virðist vera að finna frumheimildina fyrir þessum ummælum og að þau er ví­st hvergi að finna í­ málsskjölum Nurnberg-réttarhaldanna. Þess utan kom mér á óvart að orðin eiga að hafa verið látin falla í­ ræðu í­ tengslum við innrásina í­ Pólland, en ekki varðandi gyðingamálin sérstaklega – sem eyðileggur áhrifamátt hennar gjörsamlega.

Hér er þó enn margt á huldu og hver veit nema að snjallari gúgglari en ég geti fundið ví­sanir í­ frumheimildirnar og sýnt fram á að rétt sé eftir Stalí­n, Voltaire og Hitler haft – þrátt fyrir allt.