Eskimóadvergurinn

Byrjaði á eskimóadvergnum í­ nótt. Er svo sem ekki búinn með marga kafla. Bókin er með aftanmálsgreinum. Ég þoli ekki aftanmálsgreinar – hvað er að því­ að hafa neðanmálsgreinar í­ svona bók?

Byrjar samt vel. Fullt af dramatí­k, sem höfundurinn stillir sig þó um að sviðsetja með tilþrifum. Mikið óskaplega, óskaplega er ég feginn að Guðjón Friðriksson eða Þór Whitehead skrifuðu ekki þessa bók.

Og talandi um Þór Whitehead – ekki kom nein strí­ðsbók frá honum um þessi jól. Ætli slagurinn við blokkabyggðina á Seltjarnarnesinu taki allan hans tí­ma og orku? Ég styð byggingu allra blokka á Seltjarnarnesi samkvæmt skilgreiningu. Það hefur þó ekkert með andstöðu prófessorsins að gera. Hann kenndi mér reyndar aldrei í­ Háskólanum – var í­ námsleyfi þegar ég tók samtí­masöguna. Ef marka má sagnfræðiskor Háskóla Íslands gerðist ekkert markvert í­ heiminum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar annað en Kalda strí­ðið. Afrí­ka? Suður-Amerí­ka? Así­a? Straumar og stefnur í­ heimspeki og listum? Postmódernismi? – Neibbs, en SALT-samningarnir og þrugl í­ Kissinger, það er stöff sem vit er í­!