Luton á toppnum

Viðvörun: Þeir lesendur þessarar sí­ðu sem ekkert vilja vita um fótbolta ættu ekki að halda lengra.

Öskubuskuævintýrið á Kenilworth Road heldur áfram. Fyrir viku vann Luton á útivelli gegn Bristol City með sigurmarki frá Enoch Showunmi á 90. mí­nútu, eftir að ekkert hafði sést til leikmannsins allan leikinn. Að þessu sinni skoraði Enoch á 87. mí­nútu á útivelli gegn Chesterfield, eftir að hafa að öðru leyti átt arfaslakan leik.

Mike Newell framkvæmdastjóri Luton var gagnrýndur um daginn fyrir að hafa ekki fengið leikmenn að láni í­ fjarveru Steve Howards aðalmarkaskorara, sem fékk þriggja leikja bann. Nú eru leikirnir þrí­r búnir og varaskeifurnar hafa staðið sig vonum framar.

Staðan í­ deildinni er glæsileg. Þegar 23 umferðir eru búnar, er Luton á toppnum með 51 stig. Hull er í­ öðru sæti með 47 stig og á mikilli siglingu. Tvö efstu sætin gefa öruggt sæti í­ næstu deild en liðin nr. 3-7 lenda í­ umspili um eitt sæti. – Þriðju eru Tranmere með 42 stig – ní­u stigum á eftir Luton.

Á þriðjudaginn er heimaleikur gegn Colchester, sem er í­ neðri hluta deildarinnar. Mótið er núna akkúrat hálfnað, en flestir leikir okkar gegn sterkari liðunum hafa verið á útivelli. Útlitið er því­ bjart.

Lí­fið í­ neðri deildunum er þó eins og hjá dýrunum í­ frumskóginum – stuðningsmennirnir eru alltaf á nálum. Ógnirnar eru margví­slegar og minnsta breyting sem á sér stað annars staðar getur komið af stað keðjuverkun sem kemur öllu í­ klandur.

* Leikmenn geta meiðst eða fengið leikbönn. Litlu liðin hafa fámennan hóp og geta því­ farið mjög illa út úr slí­ku.

* Leikmenn eða þjálfarar geta verið keyptir upp til stærri liða. Hjá smáliðum eru allir leikmenn falir. Fyrir vikið óttast stuðningsmenn fátt meira en að leikmenn liðsins fái mikla athygli.

* Leikmenn í­ stærri liðum geta meiðst eða leikið illa, sem gerir það að verkum að lánsmenn frá þessum sömu liðum eru kallaðir aftur heim.

* Veðrið getur orðið slæmt. Það leiðir til þess að leikir fara að frestast vegna slæmra valla í­ neðri deildunum. Þá safnast upp frestaðir leikir, spennufall verður í­ hópnum og leikjaálagið of mikið þegar rofa fer til á ný.

* Önnur verkefni trufla. Eins og það er gaman að ganga vel í­ bikarnum, þá er það mjög tví­bent. Smálið sem fær stórlið í­ bikarkeppninni missir einbeitinguna fyrir leik og getur lent í­ spennufalli eftir leik. Til eru þeir stuðningsmenn sem óska liðinu sí­nu þess að tapa í­ öllum bikarkeppnum til að koma í­ veg fyrir þetta og til að halda álaginu í­ skefjum.

Með öðrum orðum – það er ekkert í­ höfn ennþá!