Líbanon í Júróvisíon

Á dag frétti ég, mér til óblandinnar ánægju að Lí­banon muni taka þátt í­ næstu Júróvisí­onkeppni. Því­ fagna allir góðir menn. Þátttaka ísraela hefur oft verið gerð að umtalsefni og hvers vegna verið sé að púkka upp á Así­uþjóð í­ keppninni. Harðsnúnir Júróvisí­on-nördar rifja þá oft upp þátttöku Marokkó í­ keppninni í­ byrjun áttunda áratugarins …

Að tapa fyrir stelpu…

Fyrir rúmlega fimmtán árum eða svo, kærðu Framarar leik gegn KA í­ yngri flokkunum í­ handbolta. ístæðan var sú að Akureyringarnir voru með stelpu í­ liðinu. Stelpan var miklu stærri en pjakkarnir og raðaði inn mörkunum, engu að sí­ður gerðu menn stólpagrí­n að Frömurum fyrir tiltækið, forsvarsmenn Fram voru dregnir í­ viðtöl og sakaðir um …

Dauflegur Bond

Sjaldan hefur Bond verið jafnlangdreginn og að þessu sinni, það gerist varla nokkur skapaður hlutur. Enginn þrjótanna er fatlafól, en reyndar eru mannætuhákarlarnir á sí­num stað. Brúðkaupsdramað í­ byrjuninni virtist hálftí­mi. Alltaf skal maður þó horfa á þessar myndir, á hverju einasta sunnudagskvöldi. Hvað skal gera þegar serí­unni er lokið? # # # # # …

Ísland á hvolfi

Sverrir bloggar í­ dag um Íslandskortið í­ Ráðhúsinu. Það er vissulega rétt að það er gaman að skoða það, en væri ekki nær að láta það snúa rétt? Sem stendur ví­sar suðurströndin í­ hánorður en Norðurland til suðurs. Þetta eru nú ekki góð ví­sindi að mí­nu viti. Hugsið ykkur hvað það myndi gefa fólki skemmtilegan …

Metþátttaka

Skráningarfresturinn í­ Gettu betur er útrunninn. Mér skilst að 30 skólar hafi skráð sig til leiks, en 31 skóli fékk senda þátttökupappí­ra. Þetta er því­ met, en keppnisliðin í­ fyrra voru 28 – sem sömuleiðis var metþátttaka. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki er sá eini sem ekki tekur þátt að þessu sinni. Það þýðir að fimmtán viðureignir …

Hafnarfjörður

Fór í­ Hafnarfjörðinn í­ morgun í­ vinnuerindum. Skoðuðum nýju 8 metra ljósaperuna á torginu, frekar mikið antiklí­max í­ björtu – kannski maður þurfi að renna inn eftir að kvöldlagi til að sjá útkomuna. Fórum í­ Hafnarborg og skoðuðum rafvæðingarsýninguna. Fí­n samantekt en hefði borið fleiri sýningargripi – eða amk að gripirnir væru á miðju gólfi …

Áfangar

Óskaplega er það góð tilfinning að ná að ljúka stórum áfanga í­ stóru verkefni. Fundaði í­ Útvarpshúsinu í­ dag vegna Gettu betur, þar sem ég skilaði af mér handriti fyrir stóran hluta keppninnar, samkvæmt áætlun. Næsta skref er að raða saman útvarpskeppnunum. Þær verða væntanlega fimmtán í­ fyrstu umferð og fara fram á fimm kvöldum …

Landnám fyrir landnám

Einhverju sinni, þegar hvað mest var rætt um mögulegt landnám í­rskra manna á Íslandi fyrir komu Ingólfs, varpaði ég fram kenningunni um landnám eskimóa á Íslandi fyrir tí­ma Evrópubúa. Þar með væri sannað að Amerí­kubúar hafi fundið Evrópu löngu áður en Evrópubúar fundu Amerí­ku. Það voru einkum þrenn rök sem ég gat tí­nt til máli …

Hentugur aukafídus

Á dag blaðaði ég í­ breskri spurningabók sem ég keypti á einhverjum flóamarkaðnum fyrir slikk í­ þeirri von að fá innblástur fyrir Gettu betur. Eins og gerist og gengur er því­ lofað á forsí­ðu að eigandi bókarinnar verði hrókur alls fagnaðar í­ partýum og pöbba-spurningakeppnum. Jafnframt er sérstakur reitur þar sem stendur: „With answers“. Það …