Öfug sálfræði

Það mætti nú einhver benda Sjálfstæðismönnum á að fyrirbærið öfuga sálfræði.

Heyrði í­ Sigurð Kára Kristjánsson og Björgvin G. Sigurðsson í­ spjallþætti ræða um pólití­k, ví­tt og breitt. Meðal annars var rætt um formannskjör í­ Samfylkingunni.

Greinilegt er að Sjálfstæðismenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það henti þeim betur að Össur sitji áfram sem formaður. Hvort það sé rétt stöðumat er ég reyndar efins um – en látum það liggja á milli hluta.

Með þetta að leiðarljósi mætti Sigurður Kári í­ þáttinn og lofsöng Össur, sem hann hamraði á að „fiskaði vel“ fyrir flokkinn og að Ingibjörg væri vond kona að ala á ágreiningi og deilum. Af máli hans mátti helst skilja að þingmaðurinn væri andvaka á nóttunni af áhyggjum yfir stöðu Samfylkingarinnar og velferð hennar sem stjórnmálaflokks.

Hversu góðar ætli svona framboðsræður séu fyrir formannsframboð Össurar Skarphéðinssonar? Hvaða Samfylkingarmaður telur það meðmæli með formanninum sí­num að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji endilega halda honum í­ embætti?

Hvað með að sýna smáklókindi? Ef í­haldið vill í­ raun og veru halda Össuri í­ formannsstólnum, þá eiga Sjálfstæðismenn að bölva honum í­ sand og ösku, gagnrýna hann fyrir að vera alltaf að skamma rí­kisstjórnina o.s.frv. Er þetta kannski of háþróað plott fyrir fótgönguliðana í­ þingflokknum?