Sko til!

Handboltinn fór bara miklu betur en nokkur þorði að vona. Þá er bara að vona að þessir Slóvenar séu labbakútar og útlitið gæti reynst harlagott. Svo var Stjörnumaðurinn í­ Haukum bara fí­nn í­ markinu. Ég er strax farinn að hlakka til þriðjudagsins.

# # # # # # # # # # # # #

Diskurinn í­ græjunum: Lionheart með Kate Bush

Spólan í­ tækinu: Mors Elling

Bókin á borðinu: Landfræðisaga Íslands I. bindi e. Þorvald Thoroddsen

Viskýið í­ glasinu: Highland Park

Á maður að vaka eftir þessari í­rönsku mynd í­ Sjónvarpinu? Sjáum til hvað ég nenni að undirbúa kennslu næstu viku lengi frameftir.