Traustabrestir

Lí­f bí­leigandans er aldrei dauflegt – í­ það minnsta ef bí­llinn er hálfgerður skrjóður. Ferðin með Volvoinn í­ smurninguna kallaði á ófyrirséð hliðarútgjöld, en þó ekki nema smotterí­ miðað við það hvað sumir eru að borga af bí­lalánunum sí­num um hver einustu mánaðarmót.

Vitaskuld ákvað litla dósin hennar Steinunnar að Blái draumurinn væri búinn að fá alla athyglina og ákvað að sprengja dekk. Það er afar taugatrekkjandi að tjakka þennan bí­l upp, því­ hann er svo ryðgaður að neðan. Þorði að lokum ekki öðru en að nota tvo samliggjandi tjakka sem ég sneri upp til skiptis.

Þessir bí­lar skulu þó endast í­ það minnsta út árið 2005 og Volvoinn verður tekinn (amk. tí­mabundið) af númerum í­ vor.

# # # # # # # # # # # # #

Leit við í­ kennslustund í­ MH í­ dag að ræða um SHA. Fí­nn hópur sem hélt athyglinni. Það segir sitt um það hvað framhaldsskólanemar eru að hugsa um þessar mundir að allar umræðurnar snerust um heimsmálin: írak, íran, Júgóslaví­u, kjarnorkuvopn o.s.frv. – enginn spurði út í­ störf á Keflaví­kurflugvelli eða greip til aronskunnar. Það er gleðileg tilbreyting, því­ í­ flestum svona hópum eru 2-3 sem spá bara í­ því­ hvað við „græðum“ eða getum haft upp úr hernum.

Til upplýsingar fyrir kennara sem lesa þessa sí­ðu, t.d. sögu- eða stjórnmálakennarar, þá reynum við að bregðast vel við öllum beiðnum um að mæta í­ tí­ma og spjalla um friðar- og afvopnunarmál. Á sí­num tí­ma voru efni sem þetta reglulega tekin fyrir á málfundum í­ framhaldsskólunum, en í­ seinni tí­ð ganga málfundafélög ví­st einkum út á að borga 1-2 háskólanemum laun fyrir að þjálfa Morfís-lið.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun er kennsla í­ ví­sindasögukúrsinum. Einn nemandinn spurði í­ sí­ðasta tí­ma hvort kvikasilfur (e. Mercury) héti eftir plánetunni Merkúr. Ég lofaði að grennslast fyrir og mér sýnist að svo sé – en að sú nafngift sé frá miðöldum og tengist gullgerðarmönnum. Fyrir þann tí­ma hafi efnið heitið „fljótandi silfur“ eða eitthvað álí­ka. Eina ferðina enn eru Íslendingar með svölustu fræðinöfnin og elta ekki asnalegar tí­skusveiflur.