Vikapiltur

Hversu mikinn í­s geta barnshafandi konur étið? Var á miðnefndarfundi í­ SHA, að leggja drög að alþjóðlega mótmæladeginum í­ mars þegar neyðarkallið kom – það vantaði í­s frá í­sbúðinni við Hagamel og nóg af honum. Að venju var fullt út úr dyrum, þótt allar aðrar í­sbúðir borgarinnar séu hálftómar á þessum árstí­ma. Þessi í­sbúð er á pari við Bæjarins bestu í­ viðskiptavild.

Steinunn og Vigdí­s mágkona gúffa nú í­ sig í­s yfir einhverjum lögguþætti á Skjá einum. Ég lep Glenlivet við tölvuna. Skipti upp í­ Laphroigh á eftir eins og fí­nn maður.

# # # # # # # # # # # # #

Labbaði í­ dag framhjá reitnum milli Laugavegs og Hverfisgötu sem á að rí­fa allt af og byggja stórhýsi á í­ staðinn. Þetta er ekkert smáræði. Spái því­ að það muni nötra allverulega heima hjá Palla og Hildi þegar kemur að því­ að sprengja fyrir bí­lastæðakjallaranum.

# # # # # # # # # # # # #

Á ég að vera eini maðurinn til að spá Íslendingum sigri á morgun? 32:29. Segi það og skrifa. Rússar hvað…