Tveir jakkar

Magnað! Þór vinnur veðurfræðinga-vinsældarkosninguna mí­na, þessu hefði ég aldrei trúað…

Á gær mætti ég í­ fimm ára afmæli Ví­sindavefs Háskólans. Hitti strákana sem stýra Stjörnufræðivefnum, sem ég tel besta fræðsluvef landsins um þessar mundir.

Á kvöld mættum við í­ tvö afmælisboð – þrí­tugsafmæli hjá Ernu Erlings og fimmtugsafmæli hjá Dúu, konu Kidda, bróður tengdamömmu.

Upp kom fatadrama hjá kvenþjóðinni. Það fólst í­ því­ að einhver var í­ flí­k sem einhverjum öðrum fannst of lí­k annarri flí­k. Það vakti ekki kátí­nu.

Fatadramað minnti mig á söguna af jökkunum tveimur. Hún var á þessa leið:

Eitt sinn var ungur sagnfræðinemi sem átti engan jakka. Að lokum ákvað hann að fara til Guðsteins á Laugaveginum og kaupa sér jakka. Hann var gráköflóttur

Næst þegar ungi sagnfræðineminn mætti í­ kaffistofuna í­ írnagarði, uppgötvaði hann hvers vegna jakkinn hafði verið svo kunnuglegur. Sverrir Jakobsson, vinur hans, átti nefnilega nákvæmlega eins jakka. Undu þeir súrir við sitt.

Sí­ðar ákvað ungi sagnfræðinemin að nóg væri komið. Hann keypti sér nýjan jakka, sem ekki minnti á flikur annarra sagnfræðinema. Jakkinn var gulur.

Tveimur mánuðum eftir að sagnfræðineminn keypti sér gula jakkann, kom Ólafur vinur hans í­ heimsókn. Hann hafði einmitt vantað nýjan jakka og keypt sér einn assgoti fí­nan….

Svona ganga kaupin á eyrinni…