Stund vonbrigða

Nú er handboltinn að byrja. Sælt er sameiginlegt skipbrot. Að þessu sinni verðum við væntanlega slegin í­ gólfið strax í­ fyrsta leik, í­ stað þess að leyfa okkur að vinna Azoreyjar og Bangladesh í­ fyrstu leikjunum áður en napur veruleikinn blasir við. Það er samt alltaf gaman þegar stórmótin í­ handboltanum standa yfir. Þjóðin fyllist …

Glendronach

Sit við tölvuna og drekk viský. Var að opna nýja flösku úr rí­kinu, Glendronach 12 ára. Viský-biblí­a Michael Jacksons (hugsa sér, að sitja uppi með þetta nafn) ber þessum drykk vel söguna, en mér finnst hann í­ það sætasta. Fullmikið karamellu-bragð. Ætla samt að gefa þessu smá séns í­ viðbót. Á það ber að lí­ta …

Sætir í bleiku

Ég er semsagt að fara á þorrablót í­ kvöld en ekki annað kvöld. Alltaf fréttir maður eitthvað nýtt. Jæja, þá er best að búa sig undir það. Á blótum ísatrúarfélagsins mega gestir drekka guðunum skál. Hjá mér hefur Heimdallur yfirleitt orðið fyrir valinu. Á því­ felst ekki pólití­skur brandari, heldur er um aðeins dýpri pælingu …

8. keppniskvöld

Bara tvær viðureignir í­ kvöld: Menntaskólinn á Egilsstöðum 22 : Hraðbraut 21. Hörkuspennandi keppni eins og búast mátti við. Hraðbrautarmenn voru aumir sem vonlegt er, enda hart að falla úr keppni með 21 stig. Eyðimerkurgöngu Egilsstaða er lokið og skólinn loksins kominn aftur í­ sjónvarp eftir nokkra bið. Eftir keppnina kom upp kvittur um að …

Öfug sálfræði

Það mætti nú einhver benda Sjálfstæðismönnum á að fyrirbærið öfuga sálfræði. Heyrði í­ Sigurð Kára Kristjánsson og Björgvin G. Sigurðsson í­ spjallþætti ræða um pólití­k, ví­tt og breitt. Meðal annars var rætt um formannskjör í­ Samfylkingunni. Greinilegt er að Sjálfstæðismenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það henti þeim betur að Össur sitji áfram sem …

7. keppniskvöld

Sjöunda og næstsí­ðasta útvarpskvöldið er að baki. Eftir annað kvöld getur maður farið að hugsa um sjónvarpið fyrir alvöru. Vonandi hlustuðu sem flestir, því­ þetta var frábær skemmtun. Menntaskólinn við Sund 20 : Iðnskólinn í­ Reykjaví­k 13. MS fór léttar í­ gegnum þessa viðureign en ég hafði búist við. Iðnskólamenn áttu ekki eins góðan dag …

Áframhaldandi GB-nördismi

Held að enginn spjallþráður á þessari sí­ðu hafi orðið jafnlangur og þessi hér að neðan, þar sem drátturinn í­ 2. umferðina er skeggræddur. Á kjölfarið ákvað ég að taka saman lista yfir besta árangur hvers framhaldsskóla í­ keppninni af þeim skólum sem enn eru starfræktir. Ekki er gerður greinarmunur á því­ hvort skólarnir hafi náð …

Steinþór og Þorgeirsboli

Á nótt dreymdi mig afar skrí­tinn draum. Ég var annað hvort að spila ógnarstórt tölvuspil eða fylgjast með tölvuleik. Leikurinn minnti helst á Mario Bros, þar sem markmiðið var að hlaupa undan skrí­mslum. Eftir nokkra stund áttaði ég mig á því­ að fí­gúran sem var á flótta, var Steinþór miðjumaður Borgarholtsskóla en óvætturin var Þorgeirsboli …