Það verður ekki af Bretum skafið að þeir eru sjálfhverfasta samfélag í heimi. Aðalgrein gærdagsins í The Mirror gengur út á að Harry prins hafi hugsanlega rústað möguleikum Lundúna á að hljóta Ólympíuleikana 2012 með því að sjást með hakakrossinn á upphandleggnum. Á sömu grein kemur fram að einhver fúkyrði sem spænskir áhorfendur létu fjúka …
Monthly Archives: janúar 2005
Vor siður
Sneisafullt fréttabréf ísatrúarfélagsins komið í hús. Þar má finna greinar um goðafræði, vangaveltur um hvort talan níu hafi verið heilög í heiðni, frétt af nýbyrjuðu barnastarfi fyrir 5-12 ára, sem geta lært sögur af ásum – og síðast en ekki síst er auglýsing fyrir blótið á laugardaginn. Þar verður spennandi dagskrá og góður matur. Það …
Westmalle
Nú bar vel í veiði! Fórum í sunnudagssteikina til gömlu í Frostaskjólinu, þar sem pabbi leysti mig út með nokkrum flöskum af Westmalle trappista-bjór. Það er góður drykkur, sem maður tímir alltof sjaldan að kaupa sér. Nú munu þrælarnir í Ríkinu vera nálega hættir að selja belgískan bjór, sem er enn ein sönnun á menningarlegri …
5. keppniskvöld
Fimmta keppniskvöldið er afstaðið. Það fór sem hér segir: Flensborg 19 : Fjölbrautaskóli Snæfellinga 12. Bærileg fremmistaða hjá Hafnfirðingum og Grundfirðingar mega vel við una, enda enginn kominn á bílprófsaldur. Snævar heldur Flensborgurum við efnið eins og við mátti búast. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 9 : Fjölbraut í Garðabæ 9 (12:10 eftir framlengdan bráðabana.) Breiðholt skreið …
Að rífast við sjálfan sig
Alltaf skemmtilegt þegar blöð birta hlið við hlið fregnir sem eru í mótsögn. Á Moggavefnum mátti í morgun sjá hlið við hlið undir dálknum „erlent“: * Ekkja Bob Marleys segist ekki ætla að láta grafa hann í Eþíópíu * Ekkja Bobs Marleys vill láta grafa hann í Eþíópíu Á neðri fréttinni er sagt frá því …
4. kvöldið
Þrjár keppnir í kvöld. Ein þeirra hnífjöfn, hinar ójafnari. Annars var þetta sem hér segir: Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað 18 : Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, Höfn 17. Hörkuspennandi keppni og báðum skólum til sóma. Mig minnir að Hornfirðingar hafi gantast með það í byrjun að þetta væri „slagurinn um Austurland“. Ekki veit hvort Egilsstaðabúar kunni að meta þá …
100 ára
Á gær barst Minjasafninu vegleg gjöf til varðveislu. Það voru ýmis konar ritvélar og samlagningarvélar. Þar má finna ýmsa dýrgripi. Meðal þessa var 100 ára gömul ritvél. Hvaða skýring ætli sé á því að manni finnst 100 ára gripur svona miklu tilkomumeiri en t.d. 94 ára gamalt tæki? # # # # # # # …
Marxísk sjálfsgagnrýni
Þriðja keppniskvöld í GB er að baki. Þar verð ég að játa á mig fáránlegan dómaraúrskurð, en sem betur fer réðu þau ekki úrslitum. Það fáránlegasta við mistök þessi var að ég og allir aðrir gerðu sér grein fyrir því að úrskurðurinn væri rangur meðan á því stóð – meira um það síðar… Menntaskólinn í …
Valhalla
Hélt áfram að lesa Valhalla-bækur í gær, að þessu sinni þær númer 9 og 10 í seríunni. Ég á þá 12. en vantar bók nr. 11, sem fjallar um Óðinn og skáldamjöðinn. Fór inn á heimasíðu forlagsins og sá þar að síðasta bók kom út 2001 og sú þar á undan árið 1998. Það er …
2. keppniskvöld
Þrjár afar ólíkar keppnir í kvöld. Úrslit sem hér segir: Menntaskólinn í Kópavogi 17 : Kvennaskólinn 12. Kópavogsskólinn með tvo liðsmenn frá því í fyrra sem komst í Sjónvarpið. Ef mig misminnir ekki munu þeir eiga eitt og tvö ár eftir í keppninni. Á fyrra sagði ég að MK væri bráðefnilegt og spáði því að …