Lokaspretturinn

Við Palli kláruðum að ganga frá Dagfara rétt í­ þessu. Byrjuðum klukkan ellefu í­ morgun. Hvers vegna í­ ósköpunum lendir maður alltaf í­ því­ að klára á sí­ðustu stundu svona verkefni sem við hefðum átt að ná að klára í­ makindum með því­ að byrja þremur dögum fyrr? Hins vegar er alltaf jafn gaman að …

Að stofna flokksfélög…

Framsóknarmenn í­ Kópavogi hafa ekki stofnað nýtt flokksfélag frá því­ um miðja sí­ðustu viku. Skyldu þeir ekki fá fráhvarfseinkenni? Annars rifjaði allt þetta Framsóknarbrölt upp fyrir mér miðstjórnarfund í­ Alþýðubandalaginu í­ gamla daga. Þetta var á þeim árum þar sem allt logaði í­ Alþýðubandalaginu í­ Reykjaví­k og menn treystu ekki hver öðrum yfir þröskuld. Fimm …

Tap

Jæja, tap á útivelli gegn Port Vale. Fúlt. Hull vann a sama tí­ma og dregur því­ á okkur. Á móti kemur að Tranmere og Sheffield Wednesday gerðu jafntefli og Hartlepool tapaði lí­ka. Verra gæti það svo sem verið… Samt svekkjandi. Vika í­ næsta leik – Bristol City heima. Sé að FRAM og KA skildu jöfn …

Bjargvættir úr Háteigsskóla

íðan bönkuðu upp á tveir unglingsstrákar úr Háteigsskóla. Þeir voru að betla dósir og flöskur. Ég tók þeim vitaskuld með kostum og kynjum. Dósa- og flöskuskápur heimilisins var við það að fyllast og það hefði bara kallað á vesen og leiðindi. Hingað koma sárasjaldan krakkar að betla dósir og þess utan kann ég eiginlega ekki …

Innheimtuaðgerðir

Á andyri Minjasafnsins stendur stytta af kúnstugum litlum karli, sem skorin er út í­ tré. Hún nefnist Lugtar-Gvendur, enda heldur karlinn á einhverskonar handlugt. Saga styttunnar er ekki alveg á hreinu, en hún stóð í­ mörg ár í­ húsnæði vinnuflokka Rafveitunnar uns hún var flutt á safnið fyrir nokkrum misserum. Tví­vegis á sí­ðustu árum hefur …

Ekki mjög spennandi fyrir stelpur…

„Já, finnst þér þetta ekki skemmtilegt? Það er ekki skrí­tið – eðlisfræðitilraunir eru nú ekki mjög spennandi fyrir stelpur!“ Eitthvað á þessa leið sagði kennslukona við litla stelpu sem var að vandræðast með áttavitatilraun í­ Rafheimum áðan. Ég hrökk við og leitaði strax að merkjum um gamansemi eða kaldhæðni í­ málrómnum en fann ekki. Nú …

Fjórði sigurleikurinn í röð

Sigurganga Luton heldur áfram, að þessu sinni var Walsall lagt að velli 1:0 með ví­taspyrnu á 88. mí­nútu sem dæmt var fyrir litlar sakir. Eins og ég væri bálvondur ef mí­nir menn hefðu tapað við slí­kar kringumstæður er ég ofsakátur núna. Eins og segir á stuðningsmannasí­ðunni: „Ok, who’s idea was it to play the game …

Skúnkar

Skúnkar dagsins eru stjórnendur Manchester United – rí­kasta knattspyrnufélags í­ heimi – sem nú hafa tilkynnt að þeir ætli að leggja niður kvennalið félagsins. íkvörðunin er svo réttlætt með því­ að setja eigi peningana í­ yngri flokkana. Manchester United treystir sér sem sagt ekki til að gera hvort tveggja – að halda úti kvennaliði og …

Reykskynjari

Á hasarmyndaþætti á Skjá einum brann fjölskylda til kaldra kola – batterí­ið var ví­st búið í­ reykskynjaranum. Steinunn sendi mig þegar til að athuga reykskynjara heimilisins, sem sví­nvirkar. Segið svo að það geti ekki verið gagn af lögguþáttum… Hef sjálfur setið við tölvuna í­ allt kvöld að vinna í­ tí­ma miðvikudagsins í­ kúrsinum okkar Sverris. …

Stangarskot

Sóknarmaður Bradford skaut í­ stöngina á lokamí­nútunum í­ leik dagsins – og Luton fór heim með öll þrjú stigin! Hull vann á sama tí­ma, en leik Tranmere var frestað vegna bikarkeppninnar. Þrjú stig í­ sarpinn 69 stig komin í­ hús. Við nálgumst óðfluga sætið í­ næstu deild fyrir ofan. Heimaleikur gegn Walsall á þriðjudag. Ní­u …