Enn á toppnum!

Frábær úrslit í­ ensku í­ kvöld. Hull var á útivelli gegn Chesterfield og búist var við að þeir tækju af okkur toppsætið. Chesterfield náði hins vegar jöfnu og Hull missti framherja í­ leikbann fyrir viðureignina á Kenilworth Road í­ þarnæstu umferð.

Staðan er því­ þessi:

Luton 29 leikir 59 stig
Hull 29 leikir 58 stig
————————-
Tranmere 30 leikir 56 stig
Sheff. Wed. 30 leikir 51 stig
Hartlepool 28 leikir 48 stig

Sheffield Wednesday og Hartlepool eru á talsverðri siglingu um þessar mundir. Tranmere telja menn að sé að missa flugið og Hull hefur lent í­ meiðslavandræðum. Hull-arar eru hins vegar rí­kir og eru að sanka að sér mönnum.

Lykilatriðið er að ná þokkalegum úrslitum á laugardaginn, þannig að við verðum enn í­ toppsætinu fyrir stórleikinn milli okkar og Hull á Kenilworth Road 12. febrúar.

Enn hefur ekki fengist staðfest hvort við séum að kaupa Warren Feeney, norður-í­rska landsliðsmanninn, frá Stockport. Um það er mikið slúðrað, en fátt sem hönd er á festandi.

# # # # # # # # # # # # #

Um þessar mundir er ég að komast að því­ hversu slæmur ávani það er að taka að sér öll verkefni sem maður er beðinn um með tveggja til þriggja vikna fyrirvara. Gagnlegt hefði verið að átta sig á þessu fyrir tveimur til þremur vikum sí­ðan.