Merkilegar fréttir af olíusvindlsmálinu í gær. Ef ég skil þær rétt, þá telst það til refsilækkunar hjá Skeljungi að hafa glutrað niður peningunum og haldist á svindlgróðanum.
Ætli sakborningar í öðrum glæpamálum gætu notað sömu málsvörn?
Dómari: Vill sakborningur segja eitthvað sér til varnar?
Smákrimmi: Já frú dómari. Ég sóaði öllum peningunum sem ég stal í dóp, brennivín, stelpur og spilakassa.
Dómari: Æ, greyið! Þá getum við nú varla farið að skella á þig hörðum dómi. Skilorðsbundið fangelsi.
# # # # # # # # # # # # #
Chesterfield tekur á móti Hull í kvöld. Ef Hull vinnur, missum við toppsætið. Aðra helgi er hins vegar leikur ársins: Luton – Hull.
Um þessar mundir eru miklar spekúlasjónir varðandi það hvort við séum að fara að kaupa framherja Stockport – sem er í frjálsu falli við botn deildarinnar. Milli Luton og Stockport er sérstök spenna. Getur snjall lesandi þessarar síðu giskað á skýringuna?