Jafntefli í fótbolta eru skringileg fyrirbæri. Ef frá eru talin þau markalausu, þá skiptir það öllu máli fyrir það hvort maður fagnar eða bölvar jafnteflunum hvort liðið skorar fyrst. Á dag átti Luton strembinn útileik gegn Huddersfield, sem lyktaði 1:1. Ekki slæm úrslit í sjálfu sér – en við skoruðum eftir hálftíma en þeir jöfnuðu í uppbótartíma. Það er nálega eins og tap. Til að bíta höfuðið af skömminni fékk framherjinn Howard rauða spjaldið og missir af næstu tveimur leikjum, sem báðir eru stórleikir: Hull á heimavelli og Hartlepool úti. Helv…
Að öðru leyti voru úrslit dagsins ásættanleg. Liðin í sætum tvö til fjögur – Hull, Tranmere og Sheff. Wed. – gerðu öll jafntefli, en Hartlepool sigraði. Staðan er því sem hér segir:
Luton 30 leikir 60 stig
Hull 30 leikir 59 stig
————————
Tranmere 31 leikur 57 stig
Sheff. Wed. 31 leikur 52 stig
Hartlepool 29 leikir 52 stig
Leikirnir á laugardaginn kemur og þriðjudaginn þar á eftir skipta því augljóslega sköpum fyrir niðurstöðuna. Best að naga neglur næstu tíu dagana.