Á gær litum við Palli eftir miðnefndarfund á leik í Reykjavíkurmótinu í Egilshöll. Þar tapaði Fram fyrir Val, 0:2. Ekki burðugur fótbolti svo sem.
Þótt æfingaleikir á borð við Reykjavíkurmótið skipti sáralitlu máli, er samt alltaf leiðinlegra að tapa þeim.
Annar æfingaleikur fór fram í Háskólanum í gær. Þar tapaði útungunarstöð Sjálfstæðisflokksins fyrir þremur framboðum sem öll tefldu fram góðu og gegnu VG-fólki.
Það er algengt klisja í kringum kosningar að halda því fram að fleiri framboð frekar en færri gagnist alltaf stærstu hreyfingunni og koma þá einatt snillingar úr röðum stjórnmálafræðinga og stilla upp dæmum sem sýna hversu lág atkvæðaprósenta gæti dugað til að ná meirihluta fulltrúa.
Þessi regla er hins vegar fjarri því jafn algild og margir halda. Það sannaðist rækilega í þessum stúdentaráðskosningum, þar sem ljóst má vera að íheldið hefði haldið völdum ef framboðin hefðu t.d. bara verið tvö.
Alltaf gaman að vinna æfingamót, jafnvel þó þau skipti engu…