Langefstir!

Á kvöld eru jólin, páskarnir og afmælið mitt – allt í­ einum pakka!

Luton hélt til Hartlepool og sigraði með þremur mörkum gegn tveimur. Stuðningsmennirnir eru að ganga af göflunum. Þetta er draumatí­mabil og enginn skilur almennilega af hverju. Eina skýringin er að Mike Newell er snillingur. Newell lí­tur reyndar út eins og endurskoðandi og hagar orðum sí­num eins og slí­kur. Eftir leikinn sagði hann blaðamönnum að „liðið væri á réttri leið…“

Réttri leið? – RÉTTRI LEIí? – Við erum LANGEFSTIR í­ deildinni! Við höfum ekki keypt leikmann frá því­ að völvan var ung og sæt og EKKERT hinna liðanna stendur okkur á sporði núna! Það eru fjórtán umferðir eftir og við erum búnir að leika báða leikina gegn liðinum í­ 2.-5. sæti. Staðan er:

Luton 32 leikir 66 stig
Hull 31 leikur 59 stig
———————–
Tranmere 32 leikir 58 stig
Sheff.Wed. 32 leikir 52 stig
Hartlepool 30 leikir 52 stig

Ég er loksins farinn að trúa því­ að þetta sé að gerast! Ó hvað það væri gaman að komast út á leik núna…