2. keppniskvöld

Spennandi og skemmtileg keppni í­ kvöld. Stigaskorið reyndar lægra en ég átti von á, en keppnin svo sem þyngri en í­ fyrstu keppni – enda bæði liðin sjónvarpsvön.

Verslingar fóru með sigur af hólmi – 19:15. Liðin mega ágætlega við una, MK-ingar eru grí­ðarlega efnilegir – kornungt lið sem ég hef spáð því­ að muni berjast um titilinn eftir tvö ár ef menn fara ekki að asnast til að útskrifast á minna en fjórum árum. Töffaraatriði keppninnar var svar Eirí­ks MK-ings við landafræðispurningunni um tví­landlukt rí­ki.

Verslingar kunna sitt fag. Liðið er þrælvel undirbúið og verður miklu sterkara í­ undanúrslitum en nú. Ég veit ekki hvers vegna Versló-lið fara alltaf svona vaxandi eftir því­ sem lí­ður á keppni, en reynslan sýnir að þau gera það undantekningarlí­tið.

Og áður en allir Hornfirðingar landsins byrja að pönkast á Sjónvarpinu og mér – þá var ruglingur í­ þar sem Logi gaf upp rétt svar við lokaspurningunni þar sem Vestrahorni og Eystrahorni var slegið saman. Þar sem úrslitin lágu fyrir sinnti ég ekki um að leiðrétta þetta – en vitaskuld hefðum við ekki klúðrað þessu við stigagjöf.