Stund ákvörðunarinnar – hjálp óskast!

Jæja, þá er ví­st komið að því­ að taka ákvörðun um það hvernig haga skal fæðingarorlofinu – eða öllu heldur hvernig best sé að raða niður þessum mánuðum. Hér treysti ég á hollráð frá þeim fjölmörgu snillingum sem lesa þessa sí­ðu.

Fyrir liggur að ég ætla að taka alla sex mánuðina sem ég á rétt á. Við það bætist sumarfrí­ upp á rúman mánuð. Hvernig er það – ávinnur maður sér sumarorlof í­ fæðingarorlofi eða má búast við að ég eigi sáralí­tið sumarleyfi 2006?

Ég hef einhverja átján mánuði til að taka út þessa orlofsmánuði. Jafnframt er hægt að taka það út á móti hálfri vinnu. Almennt séð hef ég þó efasemdir um fyrirbærið 50% vinna – held að það sé ekki til neitt sem heitir hálft starf, bara nálega full vinna á 50% launum.

Er skynsamlegt að taka sex mánuði í­ striklotu – skella í­ lás á safninu þegar grí­sinn kemur í­ heiminn og sjást ekki aftur fyrr en eftir hálft ár?

Önnur hugmynd er að taka fyrst fjóra mánuði: frá lokum aprí­l til loka ágúst, vinna svo september, október og nóvember en taka svo aftur frí­ í­ svartasta skammdeginu – desember og janúar.

Sumarfrí­ið mætti svo nýta í­ litlum bútum hina vetrarmánuðina.

Hvað segir fólk um þessa áætlun? Er hún óraunhæf eða skynsamleg?