Sóknarmaður Bradford skaut í stöngina á lokamínútunum í leik dagsins – og Luton fór heim með öll þrjú stigin! Hull vann á sama tíma, en leik Tranmere var frestað vegna bikarkeppninnar. Þrjú stig í sarpinn 69 stig komin í hús. Við nálgumst óðfluga sætið í næstu deild fyrir ofan.
Heimaleikur gegn Walsall á þriðjudag. Níu stig á átta dögum er ágætt veganesti fyrir þann leik.