Reykskynjari

Á hasarmyndaþætti á Skjá einum brann fjölskylda til kaldra kola – batterí­ið var ví­st búið í­ reykskynjaranum. Steinunn sendi mig þegar til að athuga reykskynjara heimilisins, sem sví­nvirkar. Segið svo að það geti ekki verið gagn af lögguþáttum…

Hef sjálfur setið við tölvuna í­ allt kvöld að vinna í­ tí­ma miðvikudagsins í­ kúrsinum okkar Sverris. Sjálfur missi ég reyndar af næsta tí­ma – verð á Egilsstöðum að dæma GB-keppni.

Hvernig fór grunnskólakeppnin í­ kvöld? Að öllu jöfnu væri mér nákvæmlega sama um úrslitin, en í­ ár er Björn litli VG-drengur er í­ Hagaskólaliðinu, sem þess utan er þjálfað af frænda mí­num og höfuðsnillingnum Ara Eldjárn, þannig að ég held að þessu sinni með mí­num gamla skóla.

Luton leikur heima gegn Walsall annað kvöld. Maður er orðinn fjári kröfuharður í­ seinni tí­ð – Paul Merson er spilandi þjálfari með Walsall. Undir eðlilegum kringumstæðum fengi hann allnokkrar pillur frá Luton-mönnum, en hann er búinn að fara svo fögrum orðum um okkur upp á sí­ðkastið að lí­klega verður öllum kókaí­n-bröndurum stillt í­ hóf.

Jamm.