Ekki mjög spennandi fyrir stelpur…

„Já, finnst þér þetta ekki skemmtilegt? Það er ekki skrí­tið – eðlisfræðitilraunir eru nú ekki mjög spennandi fyrir stelpur!“ Eitthvað á þessa leið sagði kennslukona við litla stelpu sem var að vandræðast með áttavitatilraun í­ Rafheimum áðan. Ég hrökk við og leitaði strax að merkjum um gamansemi eða kaldhæðni í­ málrómnum en fann ekki.

Nú er fullt af flottum setningum í­ námsskrán grunnskólans um að auka áhuga stúlkna á raungreinum og bæta kynjahlutfallið á raungreinadeildum. Þær hafa samt ekki mikið að segja þegar kennarar segja stelpunum blákalt að þeim megi finnast eðlisfræði leiðinleg.

# # # # # # # # # # # # #

Keppnin fyrir austan í­ gær var lí­fleg. Logi reyndar að drepast úr flensu, en ég held að áhorfendur hafi ekkert tekið eftir því­ í­ útsendingunni. Það var auglýst opið hús og bæjarbúar fjölmenntu á tökustað. Gallinn við það var reyndar að einhverjir unglingar voru með háreysti og a.m.k. einu sinni reyndu áhorfendur að gjamma svarið í­ miðri keppni.

Akureyringar bættu sig talsvert frá útvarpinu, en Egilsstaðamenn voru á svipuðu róli og þar. Svo virtist sem þeir væru alveg mettir eftir að hafa komist í­ Sjónvarpið. Gunnar miðjumaður ME skipaði sér í­ flokk með Ara MS-ingi, sem fulltrúi glaðværra keppenda sem fagna innilega góðum svörum. Slí­k kátí­na fer í­ taugarnar á sumum lesendum þessarar sí­ðu, en ekki mér. Það er einmitt skemmtilegra að hafa hressa keppendur eins og í­ gær.

Nú hlýtur sú spurning að vakna hvað gert verður í­ undanúrslitunum. Akureyringar vilja ólmir fá keppni norður og sú krafa hlýtur að vega þungt – í­ það minnsta ef þeir dragast á móti MS eða Versló sem fengið hafa heimaleiki í­ fjórðungsúrslitum.