Bjargvættir úr Háteigsskóla

íðan bönkuðu upp á tveir unglingsstrákar úr Háteigsskóla. Þeir voru að betla dósir og flöskur. Ég tók þeim vitaskuld með kostum og kynjum.

Dósa- og flöskuskápur heimilisins var við það að fyllast og það hefði bara kallað á vesen og leiðindi. Hingað koma sárasjaldan krakkar að betla dósir og þess utan kann ég eiginlega ekki við að láta smábörn fá ví­nflöskur og bjórdósir, þannig að ég týni bara til gos- og djúsumbúðir. Bólugrafnir fimmtán ára strákar ættu hins vegar alveg að þola að sjá áfengisumbúðir og geta borið sekki fulla af glerflöskum.

Háteigsskóli er að safna fyrir ferð til Frakklands. Fagna því­ allir góðir menn!