Lokaspretturinn

Við Palli kláruðum að ganga frá Dagfara rétt í­ þessu. Byrjuðum klukkan ellefu í­ morgun. Hvers vegna í­ ósköpunum lendir maður alltaf í­ því­ að klára á sí­ðustu stundu svona verkefni sem við hefðum átt að ná að klára í­ makindum með því­ að byrja þremur dögum fyrr? Hins vegar er alltaf jafn gaman að klára.

Á hvert skipti segir Palli: „Þetta er í­ sí­ðasta skipti sem ég brýt þetta helv… blað!“

Það vill til að hann er ekki mjög minnisgóður.

Spurt er: Verður stuð að fara að kenna 5.bekk úr Lækjarskóla kl. 8:30 í­ fyrramálið?