Jæja, þá er víst komið að því að taka ákvörðun um það hvernig haga skal fæðingarorlofinu – eða öllu heldur hvernig best sé að raða niður þessum mánuðum. Hér treysti ég á hollráð frá þeim fjölmörgu snillingum sem lesa þessa síðu. Fyrir liggur að ég ætla að taka alla sex mánuðina sem ég á rétt …
Monthly Archives: febrúar 2005
2. keppniskvöld
Spennandi og skemmtileg keppni í kvöld. Stigaskorið reyndar lægra en ég átti von á, en keppnin svo sem þyngri en í fyrstu keppni – enda bæði liðin sjónvarpsvön. Verslingar fóru með sigur af hólmi – 19:15. Liðin mega ágætlega við una, MK-ingar eru gríðarlega efnilegir – kornungt lið sem ég hef spáð því að muni …
Langefstir!
Á kvöld eru jólin, páskarnir og afmælið mitt – allt í einum pakka! Luton hélt til Hartlepool og sigraði með þremur mörkum gegn tveimur. Stuðningsmennirnir eru að ganga af göflunum. Þetta er draumatímabil og enginn skilur almennilega af hverju. Eina skýringin er að Mike Newell er snillingur. Newell lítur reyndar út eins og endurskoðandi og …
Leiðindaþref
Kristján Möller var í útvarpinu áðan að þrátta við Einar Odd Kristjánsson. Kristján var í þeim gírnum að velta sér upp úr ímynduðum eða raunverulegum innanflokksátökum í öðrum flokkum – í þessu tilviki hjá Framsókn og íhaldinu. Svona blaður – þar sem menn þrugla um einhverjar fylkingar og flokkadrætti í stjórnmálahreyfingum sem þeir þekkja lítið …
Span
Annasamur dagur í meira lagi. Tók á móti hóp frá Austurbæjarskóla í morgun. Fínn hópur, en erfiður vegna þess að stór hluti nemendanna talaði litla eða enga íslensku. Kennararnir í Austurbæjarskóla eru ekki öfundsverðir og þyrftu að hafa miklu fleira aðstoðarfólk ef vel ætti að vera. Ég spurði hvernig krökkunum gengi að læra íslenskuna og …
Telegraph
íhaldskurfunum á Daily Telegraph er ekki alls varnað. Hér er fín úttekt á leik Luton og Hull á laugardaginn. Whoever told you the Age of Romance is dead should go to Kenilworth Road, Luton. If he can find it. Let me give urban orienteers a few tips. It’s not signposted off the M1, the A5 …
Sigur í leik ársins!
Leikur ársins í ensku 1. deildinni (sem er í raun 3. deild) var í dag. Topplið Luton tók á móti Hull. Fyrri viðureigninni lauk með 3:0 sigri Hull, sem er ríki klúbburinn í deildinni. Luton var í vandræðum með meiðsli og leikbönn. Aðdáendurnir eru í mánuð búnir að öskra eftir liðstyrk fyrir lokasprettinn, en Mike …
Markús Örn fær á baukinn
Nú er ég starfsmaður Sjónvarpsins og ætti því líklega að fara varlega í að skemmta mér yfir blaðagreinum þar sem Markús Örn er rasskelltur. Ég verð þó að viðurkenna að ég hló hátt við lestur greinar Péturs Péturssonar í Mogganum: Hinsvegar er Markús Örn útvarpsstjóri mjög næmur fyrir Ólafi Friðrikssyni. Hann notar tækifærið og sendir …
Letilíf
Það er varla að ég muni hvenær ég fór síðast út á föstudagskvöldi – eða í það minnsta, hvenær ég var ekki kominn í hús fyrir miðnætti. Þetta kvöld var ekki undantekning. Kom heim úr vinnunni um sexleytið, settist strax upp í rúm með tölvuna í kjöltunni (sem mér skilst að þyki ekki heilnæmt í …
Sigur og tap í æfingaleikjum
Á gær litum við Palli eftir miðnefndarfund á leik í Reykjavíkurmótinu í Egilshöll. Þar tapaði Fram fyrir Val, 0:2. Ekki burðugur fótbolti svo sem. Þótt æfingaleikir á borð við Reykjavíkurmótið skipti sáralitlu máli, er samt alltaf leiðinlegra að tapa þeim. Annar æfingaleikur fór fram í Háskólanum í gær. Þar tapaði útungunarstöð Sjálfstæðisflokksins fyrir þremur framboðum …