Afsökunarbeiðni

Guðmundur Andri Thorsson hefur tjáð sig í­ athugasemdakerfinu hér að neðan vegna sí­ðustu færslu og svo enn frekar í­ einkabréfi til mí­n, sem ég fer vitaskuld ekki út í­ hér í­ smáatriðum.

Guðmundur gengst fúslega við því­ að hafa skrifað hvassyrta pistla vegna kennaraverkfallsins og sendi mér afrit af þeim þremur pistlum sem hann kannast við að hafa skrifað um málið. Tveir þeirra voru álí­ka slæmir og mig minnti – en sá þriðji skynsamlegri. Þar var verkfallið meðal annars kallað aðför kennara að börnum – orðalag sem mér finnst afleitt. Fleiri tilvitnanir mætti telja til, sem eiga það sameiginlegt að notað er orðalag úr hernaðarmáli í­ þessu viðkvæma samhengi.

En það er rétt hjá Guðmundi að setningin um gí­slatökuna er ekki frá honum komin. Hún mun vera úr pistli eftir Þráinn Berthelsson sem birtist um sama leyti.

Þótt Guðmundur Andri hafi haldið á lofti svipuðum viðhorfum og Þráinn, á hann ekki að þola skammir fyrir subbulegt orðalag Þráins. Greinar hans um kennaraverkfallið hafa ekkert skánað á þessum tí­ma sem liðinn er, en þar er þó enga gí­slatökulí­kingu að finna. Þessi mistök mí­n eru þeim mun kjánalegri í­ ljósi þess að ástæða þess að ég varð reiður út í­ Guðmund Andra fyrir það fyrsta var einmitt sú að mér fannst hann reyna að klí­na skrifum mí­num yfir á félaga mí­na sem bera enga ábyrgð á þeim.

Að sjálfsögðu bið ég Guðmund Andra afsökunar á þessu. Minna má það ekki vera.