Fyrir úrslitaleik GB í fyrra, lofuðum við Logi að mæta í partý hjá því liðinu sem færi með sigur af hólmi. Versló vann og því mættum við ásamt Steinunni og Svanhildi í Verslinga-gleðskap á Jóni forseta.
Nú er spurningin – munu Borghyltingar eða Akureyringar bjóða í partý á miðvikudagskvöldið?
# # # # # # # # # # # # #
Mér skilst að Guðmundur Andri Thorsson leggi út af skrifum mínum á þessari síðu í Fréttablaðspistli sínum í dag. Á ég þá að nenna að lesa þann pistil? Síðast þegar ég barði mig í gegnum Fréttablaðsgrein eftir Guðmund Andra, var þegar kennaraverkfallið stóð yfir og hann líkti kennurum við téténsku hryðjuverkamennina sem þá voru nýbúnir að hertaka barnaskóla þar suður frá.
Hvort eru menn sem skrifa þannig greinar smekklausir eða siðblindir?
# # # # # # # # # # # # #
Bráðabirgðaniðurstaða bifvélavirkja bendir til að bilunin í japönsku bíldósinni hennar Steinunnar sé í miðstöðvarkerfinu. Sá grunur að glussakenndi vökvinn sem lekur undan mælaborðinu væri bremsuvökvi eða úr vökvastýrinu virðist því ekki á rökum reistur. Það er huggun.
# # # # # # # # # # # # #
Stórleikur á föstudaginn – Luton:Barnsley í beinni. Nú mæta allir góðir menn á Ölver. Ójá.