Vantar þrjú í hundraðið

Sigurganga Luton heldur áfram. Að þessu sinni var útlitið ekki bjart, 1:2 undir á heimavelli með 7 mí­n. til leiksloka og stuðningsmennirnir sáu fram á að taka á móti bikarnum eftir tapleik. Jöfnunarmark úr ví­taspyrnu reddaði stemningunni og svo skoruðum við tvö mörk í­ uppbótartí­ma – lokatölur 4:2. 97 stig og ein umferð eftir, ellefu …

Palli Bárðar

Páll Hilmarsson er þúsundþjalasmiður og snillingur – eins og þjóð veit. Nú sí­ðast er hann orðinn hljómsveita-agent og flytur inn flottustu útlensku böndin. Það er bara tí­maspursmál að hann fer að búa til stelpu-/strákabönd og plægja markaðinn. En á morgun er Palli sem sagt að standa fyrir tveimur konsertum með bandarí­sku pönksveitunni Defiance-Ohio. Þangað mæta …

3 dómarar

Lét plata mig í­ spurningakeppni sí­ðdegis á talstöðinni. Ólafur Bjarni Guðnason, dómari í­ Gettu betur árin 1994-5 og einn af mönnunum í­ kringum „Viltu vinna milljón?“ sér um spurningaleik í­ léttum dúr alla miðvikudaga. Andstæðingurinn var ekki af verri endanum – öðlingurinn Svenni Guðmars. Við vorum því­ saman komnir þrí­r fyrrverandi GB-dómarar. Ég var ljónheppinn …

Flugdrekar

Sá krakka í­ dag leika sér með flugdreka sem leit út eins og þota – blá og rauð. Á mí­nu ungdæmi voru flugdrekar yfirleitt bara ferhyrndir og einlitir. Aldrei kunni ég nú mikið á þessi tól.

Samfylkingin stalkar enn

Jæja, Samfylkingin heldur áfram að stalka Steinunni. Steinunn var í­ Alþýðubandalaginu á sí­num tí­ma, skráð í­ Æskulýðsfylkinguna. Hún var hins vegar aldrei í­ Samfylkingunni, en lenti þar inni á félagatali eins og flestir sem skráðir voru í­ gömlu flokkana. Þetta þýðir að fyrir hverjar kosningar og fyrir hvert prófkjör, fyllist hér allt af ruslpósti. Nú …

Afkomuviðvörun frá Agli Skallagrímssyni

Búast má við að Ölgerðin Egill Skallagrí­msson sendi frá sér afkomuviðvörun seinna í­ dag. Undanfarnar vikur hefur Steinunn drukkið Egils sódavatn í­ tí­ma og ótí­ma til að losna við brjóstsviða. Eftir gærkvöldið er ljóst að þeim viðskiptum er lokið í­ bili. Vonandi þarf fyrirtækið ekki að segja upp starfsfólki vegna þessa sölusamdráttar. Ólí­na Stefánsdóttir er …

Meistarar

Á dag sigraði Luton á útivelli gegn Wrexham, 1:2. Á sama tí­ma tapaði Hull. Þar með er Luton Town búið að tryggja sér efsta sætið í­ deildinni, þótt tvær umferðir séu eftir!!! 94 stig í­ 44 leikjum! Frábær árangur. Gleðidagur!!!

Föstudagsgetraun

Föstudagsgetraunin er sví­nsleg og hljóðar svo: „Valli í­ Fræbbblunum er ómissandi hluti af hverju kosningasjónvarpi, þar sem hann útskýrir tölvukerfið sem reiknar út úrslitin. Færri vita að hann var einu sinni í­ framboði í­ Alþingiskosningum. Fyrir hvaða framboðsafl var það?“