Afkomuviðvörun frá Agli Skallagrímssyni

Búast má við að Ölgerðin Egill Skallagrí­msson sendi frá sér afkomuviðvörun seinna í­ dag.

Undanfarnar vikur hefur Steinunn drukkið Egils sódavatn í­ tí­ma og ótí­ma til að losna við brjóstsviða. Eftir gærkvöldið er ljóst að þeim viðskiptum er lokið í­ bili. Vonandi þarf fyrirtækið ekki að segja upp starfsfólki vegna þessa sölusamdráttar.

Ólí­na Stefánsdóttir er hin brattasta, 3080 grömm og 48 sentimetrar. Steinunn er sömuleiðis hress.

Jamm.