Palli Bárðar

Páll Hilmarsson er þúsundþjalasmiður og snillingur – eins og þjóð veit. Nú sí­ðast er hann orðinn hljómsveita-agent og flytur inn flottustu útlensku böndin. Það er bara tí­maspursmál að hann fer að búa til stelpu-/strákabönd og plægja markaðinn.

En á morgun er Palli sem sagt að standa fyrir tveimur konsertum með bandarí­sku pönksveitunni Defiance-Ohio. Þangað mæta allir góðir menn:

Kl. 15 verða þau ein í­ Smekkleysubúðinni sem er í­ kjallaranum á Kjörgarði við Laugaveg (Bónus er í­ Kjörgarði svo dæmi sé tekið). Þar kostar ekkert inn og allir kátir. Tilvalið að skoða Smekkleysubúðina hjá Benna, hlusta á magnaða tóna og fara svo út í­ sólina.

Kl. 20 um kvöldið verða þau á Kaffi Hljómalind á Laugavegi 21. Þar kostar 500 krónur inn – ekkert aldurstakmark og þar er hvorki reykt né selt brenniví­n (nema áfengislaus lí­frænt ræktaður bjór – sem mér skilst að sé eins og sápulögur á bragðið). Þar spila einnig:

S.T.F. (Shirley Temple Fanclub) – skeit pönk af bestu gerð.

Viðurstyggð – kvennapönk sem á engan sinn lí­ka

T.B.H.C.B.I.T.W. (The Best Hardcore Band In The World) – Sannarlega besta eitthvað-bandið í­ heiminum

Deathmetal Supersquad – Einlægt pönk í­ anda Against Me!

Á staðnum verður hægt að fá mixdiskum eða spólum skipt.

– Það eru bara labbakútar sem missa af þessu!!!